02.04.1984
Neðri deild: 69. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4332 í B-deild Alþingistíðinda. (3707)

63. mál, sjóntækjafræðingar

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Mál þetta er komið frá Ed. Þar voru gerðar nokkrar breytingar á upprunalegu frv. sem hét þá frv. til l. um gleraugnafræðinga. Meginbreytingin má segja að sé nafnið sjálft og í kjölfar þess nokkrar smærri breytingar.

Við erum sammála um það í heilbr.- og trn. hv. deildar að leggja til að frv. þetta verði samþykkt eins og það kom frá Ed. með einni breytingu, þeirri að niðurlagi 3. gr. frv. verði breytt í þá veru að ráðh. sé heimilt að veita ótakmarkað eða tímabundið leyfi að fenginni umsögn sömu aðila og um getur í 2. gr., eins og segir í brtt. sem flutt er á þskj. 498. Með þessu samræmum við skilyrðin í 2., 3. og 4. gr. og teljum eðlilegt að þessi breyting verði gerð á. Þetta er tillaga okkar í heilbr.- og trn., herra forseti.