12.04.1984
Sameinað þing: 81. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4740 í B-deild Alþingistíðinda. (4124)

291. mál, varnir vegna Skeiðarárhlaupa

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil ekki fara héðan út úr þinginu án þess að taka undir þá till. sem hér um ræðir. Hér er mjög brýnu máli hreyft og nauðsynlegt að flýta aðgerðum í því eins og hægt er. Þarna eru mjög mikil verðmæti í hættu. Myndarleg uppbygging hefur átt sér þarna stað á síðustu árum og mjög brýnt að koma í veg fyrir spjöll af náttúruhamförum. Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar og ekki lengja þessa umr. en vil eindregið hvetja til þess að till. fái jákvæða meðferð í þinginu.