18.05.1984
Neðri deild: 98. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6292 í B-deild Alþingistíðinda. (5745)

156. mál, sveitarstjórnarkosningar

Forseti (Ingvar Gíslason):

Þetta kann allt að eiga einhvern stað sem hæstv. ráðh. segir. En ég skal ekki fara í miklar deilur um það hver ástæðan sé fyrir því að ekki gengur betur að koma fram þessari löngu dagskrá en er. En hvað varðar þetta mál, sem nú er tekið fyrir, sveitarstjórnarmál, þá er um það að segja að það er nánast eins konar fylgifrv. með hinum frv. Þau hafa verið látin fylgjast að, þessi frv., og því er það sem forseti ber þetta upp fremur en ýmis önnur mál sem virkilega eiga það skilið að verða rædd og afgreidd.