21.05.1984
Neðri deild: 102. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6509 í B-deild Alþingistíðinda. (6020)

37. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Það er brennandi mál á Íslandi í dag að finna lausn á þessum tannlæknakostnaðarmálum. Hins vegar tel ég, með tilvísun til þess sem ég sagði hér fyrr í kvöld um frammistöðu ríkisstj. í ýmsum málum sem varða félagslegar úrbætur í þessu landi, að henni sé ekki beinlínis treystandi til þess að fjalla um þau mál svo að vel sé. Ég tel að sú aðferð sem gerð er till. um í þessu frv. sé kannske ekki heldur sú rétta, eins og kemur fram í öðrum gögnum. Ég mun ekki greiða atkv.