15.11.1983
Sameinað þing: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 837 í B-deild Alþingistíðinda. (679)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Það er athyglisvert að hlusta á raddir fulltrúa varnarleysisins á hv. Alþingi Íslendinga, sem velta fyrir sér m.a. hvað séu hernaðarmannvirki. Vissulega má halda því fram að sjónaukar, hafnir og flugvellir séu hernaðarmannvirki samkvæmt þeirri skilgreiningu sem þeir vilja nota.

En við verðum að átta okkur á því, að það er hlutverk allra sjálfstæðra þjóða að fylgjast með því hvað er að gerast í kringum þær. Það sem hér er verið að kanna og skoða, eins og hæstv. utanrrh. hefur lýst, er auðvitað hvernig við getum leyst það varnarverkefni af höndum með sem bestum hætti.

Varðandi Lóranstöðina sem hv. þm. Skúli Alexandersson minntist á, þá bið ég hann um að hugsa um hvernig væri ástatt fyrir fiskiskipaflotanum, sem hann nefndi réttilega í sinni ræðu, ef Lóranstöðvarnar væru ekki hér á landi. Það hlutverk er auðvitað til viðbótar því sem kannske var upphaflegt hlutverk þeirra, en er dæmi um hvernig nýta má þessa tækni á annan hátt en beinlínis til eftirlits.

Ég fagna því sérstaklega að hæstv. utanrrh. hefur látið íslenska aðila skoða þetta mál og ég fagna því íslenska frumkvæði sem kemur hér fram, eins og hann lýsti í sínum orðum.

Við hv. fyrirspyrjanda vil ég segja það, að hann ætti að snúa sér til sænskra stjórnvalda og spyrjast fyrir um Owen Wilkins. Við höfum heyrt nafn hans áður í þingsölum hv. Alþingis. Þessi maður hlaut miklar ákúrur af hendi sænskra stjórnvalda vegna starfa sinna hjá SIPRI-stofnuninni í Stokkhólmi. Ég efast hins vegar ekkert um að fyrirspyrjandi viti það betur en aðrir hv. alþm. hver séu forgangsskotmörk hér á Íslandi. Hann virðist hafa það góð sambönd annars staðar en hér á landi, og sjálfsagt hefur hann fulla dómgreind í þeim efnum. (Gripið fram í.) Ja, ég vísa hér til Steingríms J. Sigfússonar, hv. þm. og flokksbróður hv. þm. Svavar Gestssonar. Þetta voru hans ummæli. Hann virtist vita nákvæmlega hvar þessi skotmörk væru. (SJS: Þeir vita það líka á bandaríska þingingu.)

Það er hins vegar gott að fá þessar umr. hér á hv. Alþingi. Það kemur nefnilega í ljós að varnarandstæðingar, en ég kalla þessa menn varnarandstæðinga, vilja fara að eins og strúturinn. Þeir vilja heldur stinga höfðinu í sandinn til þess að sjá hvorki né heyra, því að þá er e.t.v. hægt að halda því fram að ekkert sé að gerast í kringum okkur. Sá er kannske tilgangurinn með því að vekja þessar umr