15.11.1983
Sameinað þing: 20. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

9. mál, afsögn þingmennsku

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Ég lít svo á að til að kjörbréf skoðist samþykkt þurfi að hafa verið greidd um það atkv. hér á þingi. Ég lít einnig svo á, að til þess

að maður gerist kjörgengur í nefndir á þingi þurfi sú atkvgr. að vera á undan gengin og hann þar með samþykktur sem þm. — Þetta er mín aths.