17.11.1983
Sameinað þing: 21. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (792)

372. mál, bráðabirgðasamningur milli Íslands og SwissAluminium

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Hér er til umr. skýrsla hæstv. iðnrh. um bráðabirgðasamning, dags. 23. sept. 1983, milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Atuminium Ltd. Þessum samningi lýsti hæstv. iðnrh. strax og hann hafði verið gerður sem ótrúlegu afreki og annar pólitískur fulltrúi í þessu máli, fyrrv. alþm. Guðmundur G. Þórarinsson, talaði um þetta bráðabirgðasamkomulag sem afar mikilvægt skref. Þessi orð, einkum orð hæstv. iðnrh., urðu allfleyg og ég geri ráð fyrir að þau eigi eftir að ganga með vissum hætti inn í Ístandssöguna, en ég óttast að eftir gangi í þessu máli með nokkuð öðrum hætti en hugur ráðh. hefur væntanlega staðið til og hann gerir sér vonir um.

Það er ljóst að í þessu stóra máli er nú sem fyrr afar ólíkt mat á stöðu þess og þróun milti núv. ríkisstj. og Alþb. í stjórnarandstöðu, og frá öðrum aðilum í stjórnarandstöðu hefur heyrst mat sem er á marga lund svipað og ég hef á stöðu þessa máls að gerðum þessum bráðabirgðasamningi.

Hér er um að ræða í raun miklu stærra mál en það sem birtist í orðum þessa samnings. því að að baki liggja áform sem eru svo stór í sniðum að ég held að hv. alþm. þurfi allir að hugsa sig vel um í þessari stöðu.

Ég vil aðeins víkja að því hér í upphafi, hvernig skilið var við þetta mál á hv. Alþingi á síðasta þingi, en það mun hafa verið að morgni 11. mars, nálægt kl. hálffimm, sem það var hér síðast til umr. og þá fjallað um sérstaka till. til þál. frá meiri hl. atvmn. undir forustu hv. þm. Eggerts Haukdals um viðræðunefnd við Alusuisse. Þetta mál var rætt hér í mikilli tímaþröng þingsins og þröngvað fram fyrir mörg önnur málefni, sem voru hér á dagskrá og sem mikilvægari hefðu mátt teljast og horft til betri vegar fyrir íslenskt þjóðfélag en það samkomulag sem nú hefur verið gert. Ég hef þar m.a. í huga till. til þál. um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, sem var til meðferðar hér innan þingsins á þeim tíma, innlent stórfyrirtæki sem undirbúningur hafði farið fram að og lög verið sett um, en eftir var að taka afstöðu til þess af hálfu þingsins. Þetta mál varð að þoka í önnum Alþingis á síðustu dögum þess fyrir umr. um till. meiri hl. atvmn. um viðræðunefnd við Alusuisse. Það var ekki mjög hresst yfirbragð frænda míns, hæstv. þáv. forseta Sþ., þar í morgunsárið, núv. hæstv. landbrh., þegar hann ákvað að fresta fundi. Með því var gefist upp við þau áform að knýja þetta mál í gegnum þingið, en það hafði verið túlkað af hálfu flm. sem sérstakt vantraust á mig sem iðnrh.

Till. frá meiri hl. atvmn. myndar í raun rammann að því sem síðar hefur gerst, en að henni stóðu, fyrir utan hv. þm. Eggert Haukdal, hv. þm. Friðrik Sophusson, hv. þm. Ólafur Þ. Þórðarson, hv. þm. Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsfl., hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson og svo síðast en kannske ekki síst hæstv. núv. iðnrh. Sverrir Hermannsson. Ég held að rétt sé að rifja upp efni þessarar þáltill. hér til þess að fá samhengi við það sem síðan hefur gerst. Hún er ekki löng og grg. raunar enn styttri. Hún var þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að óska án tafar eftir viðræðum við Alusuisse um endurskoðun á samningi íslenska ríkisins við fyrirtækið um rekstur Íslenska álfélagsins. Til að annast viðræðurnar skal ríkisstj. þegar skipa sex manna viðræðunefnd og skal hver þingflokkur tilnefna einn fulltrúa, forsrh. einn og Landsvirkjun einn. Nefndin kýs sér formann.

Við endurskoðun á samningnum verði lögð rík áhersla á verulega hækkun raforkuverðs. Jafnframt verði leitað eftir hækkun á raforkuverði sem gildi aftur í tímann.

Alþingi telur að stækkun átversins komi til greina í tengslum við viðunandi hækkun á raforkuverði, einnig komi til greina að nýr hluthafi gerist aðili að Íslenska álfélaginu.

Þá verði og leitað eftir samkomulagi um breytingar á skattaákvæðum samningsins.

Til að stuðla að því, að viðræður geti hafist án tafar, verði fallist á að setja deilumál um verð á súráli, rafskautum og skatta í gerðardóm sem aðilar koma sér saman við.

Viðræðunefndin skal hafa fullan aðgang að öllum þeim gögnum sem þegar liggja fyrir um mál þetta. Enn fremur er nefndinni heimilt að leita samstarfs við hvern þann aðila sem hefur sérþekkingu á málum er varða störf hennar. Opinberum aðilum er skylt að veita nefndinni hverjar þær upplýsingar sem hún óskar. Kostnaður af starfi nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.“ Grg. með till. var svofelld:

„Að undanförnu hefur komið í ljós að iðnrh. hefur ekki auðnast að ná víðtækri samstöðu um hagsmunamál þjóðarinnar gagnvart Alusuisse. Ekkert tillit hefur verið tekið til ábendinga annarra í máli þessu og ráðh. lagt fram þmfrv. í Nd. Alþingis um einhliða aðgerðir. Þar með hefur ráðh. siglt málinu inn á brautir sem enginn sér fram úr.

Að þessari till. standa allir nefndarmenn atvmn. nema fulltrúi Alþb., Garðar sigurðsson. Nm. vilja með þessari till. leggja áherslu á víðtæka samstöðu til að ná fram mikilvægum hagsmunamálum og telja það best gert með þeim hætti sem fram kemur í till.

Nánari grein verður gerð fyrir málinu í framsögu.“ Þessi nánari grein fyrir málinu, sem kom fram í framsögu að mig minnir hjá hv. þm. Friðrik Sophussyni, sem hljóp í skarðið fyrir hv. þm. Eggert Haukdal, sem var fyrstur manna á blaði í meiri hl. atvmn., varð ekki mjög upplýsandi til viðbótar við það sem kom fram í texta þessarar þáltill.

Hér kom fram sá ásetningur fulltrúa þeirra þriggja flokka sem að þessari till. stóðu að taka þetta mál úr höndum framkvæmdavaldsins, setja það í sex manna viðræðunefnd, þar sem tilnefndur verði fulltrúi frá hverjum þingflokki og lagður rammi um þann samning sem Alþingi gæti fatlist á að gerður yrði. Hann átti m.a. samkvæmt þessu að felast í sameiginlegri gerð um deilumál og stækkun álversins í tengslum við viðunandi raforkuverð. Þetta voru meginatriði í þessari till. varðandi efnisinnihald í væntanlegum samningi. Og nú hefur það komið fram, að eftir þeim ramma sem þarna var dreginn hefur verið unnið, en þó munar í ýmsum atriðum, sem vert er að gefa gaum að, og þá ekki síst hvernig að málinu hefur verið staðið á undirbúningsstigi þess. Ég ætla hins vegar að minna hér á, að á sama tíma lá fyrir þinginu frv. til l. um leiðréttingu raforkuverðs til Íslenska álfélagsins hf. flutt af þm. Alþb. í Nd. Alþingis og sem gerði ráð fyrir leiðréttingu á raforkuverðinu einhliða, þar eð ekki hefur tekist samkomulag við Alusuisse þótt búið væri að leita eftir því og láta reyna á sanngirniskröfur okkar Íslendinga. Þessi till. okkar um leiðréttingu raforkuverðsins var byggð á traustum gögnum, þar á meðal lögfræðilegum álitsgerðum innlendra og erlendra lögfræðinga, sem töldu að réttmætt væri að leiðrétta raforkuverðið einhliða, enda teldust forsendur raforkusölusamningsins vera brostnar.

Þá gerðist það í þessu máti, eins og hæstv. ráðh. minnti hér á, að fjmrn. ákvað með bréfi þann 18. apríl að leggja á til viðbótar framleiðslugjald á Íslenska álfélagið fyrir tímabilið 1976–1979 og krefja fyrirtækið greiðslu á viðbótarsköttum umfram það sem þegar hafði verið skuldajafnað vegna skattinneignar Íslenska álfélagsins hjá íslenska ríkinu samkv. samkomulagi og endurskoðuðum samningi 1975. Þessi innheimta var sett fram að viðlögðum lögtaksaðgerðum, ef ekki hefði verið greitt þann 1. maí n.k. Heildarskattkrafan var samkv. þessu um 10 millj. Bandaríkjadala eða nálægt 1000 millj. ísl. kr. sem skattar vegna vantalins hagnaðar Ísals á tímabilinu 1976–1981. Alusuisse varð ekki við kröfu fjmrn. um greiðslu á þessum sköttum, heldur kaus að vísa málinu samkv. samningi í gerðardóm og stakk upp á því að það færi fyrir þann aðila sem tengdur er Alþjóðabankanum og fjallar um fjárfestingardeilur milli landa, hinn svokallaða ICSID, sem Ísland er aðill að og raunar Sviss einnig, þar sem er heimilisfang Alusuisse.

Iðnrn., sem þurfti að taka afstöðu til þessa máls, féllst á að því yrði beint í þennan farveg, sem Alusuisse hafði óskað eftir og hafði allan rétt til samkv. samkomulaginu, og svar um það var veitt og þar með staðfesting á þessu þann 9. maí. Deilumálið um skattana var þingfest fyrir þessum gerðardómi þann 16. júní s.l., en samkvæmt reglum dómsins ber aðilum að tilnefna aðila af sinni hálfu í þennan gerðardóm eigi síðar en 90 dögum eftir þingfestingu. Þessi 90 daga frestur var að renna út þann 13. sept. s.l. Það er væntanlega ekki tilviljun að einmitt þá, 13. sept. s.l., staðfestir ríkisstj. bráðabirgðasamkomutagið við Alusuisse og þar með að beina skattadeilunni í annan farveg, sem lýst er í þessu bráðabirgðasamkomulagi.

Það vekur sérstaka athygli, að þeir aðilar sem stóðu að gerð samningsins um álverið í Straumsvík á sínum tíma fallast nú á þá kröfu Alusuisse að taka málið út úr þeim farvegi sem samningurinn gerir ráð fyrir og setja hann með sérstöku sameiginlegu samkomulagi í aðra gerð, sem augsýnilega er miklu flóknari og meiri óvissa um, svo að ekki sé talað um ýmsa þá þætti sem festir eru á blað í sambandi við „panela“, sem þýtt hefur verið dómnefndir sem fjalla eigi um mál og hæstv. ráðh. lýsti áðan og lesa má um í texta bráðabirgðasamkomutagsins.

Hér er sem sagt samið um sameiginlega gerð, að leitast við með vinsamlegum hætti að leysa þessa deilu milli aðila eftir að Alusuisse hafði óskað eftir að nota réttinn samkvæmt samningi til þess að verjast fyrir dómi ákvörðun íslenskra yfirvalda um álagningu skatts.

Ég held að menn ættu að hugleiða í hvaða stöðu íslensk stjórnvöld eru að setja sig með þessari aðferð og hafa jafnframt í huga að Alusuisse hafði harðneitað að leysa málið með víðtæku samkomulagi, sem tillögur höfðu komið fram um á fyrri stigum meðan leitað var samninga við fyrirtækið um endurskoðun samninga og hækkun raforkuverðs alveg sérstaklega. Ég kem nánar að þessu skattamáli síðar, en ég vildi alveg sérstaklega undirstrika að hér eru íslensk stjórnvöld að hverfa frá farvegi sem markaður er í samkomulagi og hafði verið sérstaklega lofaður af þeim aðilum sem stóðu fyrir álsamningnum á sínum tíma að væri hinn góði og rétti farvegur. Nú var hann sem sagt ekki nothæfur, heldur skyldi reynt í gegnum þetta þriggja nefnda kerfi að fá vinsamlega niðurstöðu á deilunni milli aðila.

Hæstv. iðnrh. vék alveg sérstaklega að því, réttilega, að Alusuisse hefði lagt á það mjög ríka áherslu að fá sig hreinsað af öllum áburði eða að uppi væru höfð þau sjónarmið af íslenskum stjórnvöldum að fyrirtækið hefði gerst brotlegt við aðalsamninginn með sviksamlegu athæfi. Þetta mál hefur oft verið rætt hér á hv. Alþingi, m.a. ef ég man rétt þegar þessi mál voru rædd utan dagskrár þann 6. maí 1982. Þá þóknaðist hæstv. núv. utanrrh., fyrstum manna að mig minnir, — kann þó að vera að hæstv. núv. forsrh. hafi riðið á vaðið, þáv. sjútvrh., — að taka alveg sérstaklega fram að það væri ekki um neitt slíkt að ræða, ekki uppi neinar grunsemdir um svikamlegt athæfi að hálfu fyrirtækisins. — Fyrirtækið knúði mjög á um þetta. Hæstv. þáv. forsrh. dr. Gunnar Thoroddsen sendi fyrirtækinu bréf, sem nefnt var hér áðan af hæstv. iðnrh., en vék sér þar með réttu undan því að taka afstöðu til þess hvort um sviksamlegt athæfi væri að ræða af hálfu fyrirtækisins eða ekki. Hann sagði aðeins réttilega að ekki hefðu verið hafðar uppi ásakanir á fyrirtækið um sviksamlegt athæfi.

Menn kunna að líta svo á að hér sé um eitthvert smámál að ræða í sambandi við túlkun af þessu tagi. Ég held að æskilegt hefði verið að íslenskir ráðh., hæstv. utanrrh., hæstv. núv. forsrh. og hæstv. iðnrh., hefðu aðeins skoðað hug sinn og athugað stöðu mála áður en þeir færu að kyssa á vönd Alusuisse og gefa um það bindandi og ákvarðandi yfirlýsingar að fyrirtækið hafi með engum hætti gerst sekt um sviksamlegt athæfi.

Ég vil benda á að á bak við þetta karp Alusuisse, að fá yfirlýsingar af þessu tagi frá íslenskum stjórnvöldum, liggja stórfelldir hagsmunir, m.a. tengdir þeirri skattadeilu sem íslensk stjórnvöld eiga í við fyrirtækið. Samkvæmt svissneskum lögum geta aðilar utan Svisslands gert kröfu um að fá upplýsingar um fjárreiður fyrirtækja sem talið er að hafi gerst sek um sviksamlegt athæfi viðskiptalega séð. Svissnesk yfirvöld hafa þá heimild til að kanna eða láta kanna fjárreiður slíkra fyrirtækja. Það hefði m.ö.o. getað komið til þess af hálfu íslenskra stjórnvalda að leita eftir upplýsingum frá svissneskum stjórnvöldum um fjárreiður Alusuisse ef við teldum að fyrirtækið hefði gerst brotlegt með sviksamlegu athæfi í sambandi við fjárreiður dótturfyrirtækis þess, Ísals.

Það má benda á þessu til stuðnings, að einmitt nú að undanförnu hefur verið í gangi sérstakt mál þar sem um er að ræða viðskiptafyrirtæki að nafni Mark Ritz, bandarískt viðskiptafyrirtæki, sem tengist Svisslandi og sem reyndi að koma úr landi skjölum nýlega varðandi fjárreiður sínar. Bandarísk skattyfirvöld hafa tekið þetta mál upp vegna þess að þarna hafi verið um að ræða brot hjá þessu fyrirtæki, þarna hafi verið um sviksamlegt athæfi að ræða, og gert kröfu um það gagnvart svissneskum yfirvöldum að fá upplýsingar um fjárreiður fyrirtækisins í Svisslandi. Þarna er ekki um mjög háar upphæðir að ræða á alþjóðlega vísu, en upphæðir sem eru þó nálægt því sem um ræðir varðandi skattkröfuna á hendur Ísal, eitthvað nálægt 10 millj. dala. Þetta sýnir okkur ljóslega að hvíta skyrtan sem Alusuisse er að krefjast er fyrirtækinu nokkuð verðmæt — og það er nokkuð sérstakt að íslenskir ráðh. skuli einn af öðrum hafa staðið hér upp á þingi og afhent þeim yfirlýsingar af því tagi sem hér um ræðir. Það er ekki að gæta íslenskra hagsmuna með eðlilegum hætti.

Annað atriði, sem tengist spurningunni um skattadeiluna og hugsanlegt sviksamlegt athæfi af hálfu Alusuisse í því sambandi, er staða okkar í deilunni, hvort sem um er að ræða að um hana sé fjatlað af ICSID eða af öðrum aðilum, eins og lagt er til hér með þessu bráðabirgðasamkomulagi. Það er að mínu mati verulega til stuðnings kröfu okkar m.a. um endurákvörðun skatta vegna vantalins hagnaðar Alusuisse á árunum 1976–1979, að við höldum til haga réttarstöðu okkar til hins fyllsta í þessu máli og afskrifum ekki atriði eins og að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við aðalsamning. Ég vil hins vegar taka það fram í þessu sambandi, að af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar var málið ekki rekið á þeim grundvelli að fyrirtækið hefði gerst brotlegt við aðalsamning með sviksamlegu athæfi, en það voru heldur engar yfirlýsingar gefnar um að það hafi ekki gerst og engum rétti þar með afsalað.

Þá vil ég víkja aðeins að þeirri breytingu á málsmeðferð sem varð þegar núv. hæstv. ríkisstj. tók við völdum. Þá var, eins og fram kemur í aðfaraorðum bráðabirgðasamkomulagsins, sett á fót sérstök viðræðunefnd til þess að fara með þetta mál, ekki nefnd skipuð fulltrúum allra þingflokka, eins og meiri hl. atvmn. hafði lagt til hér í till. sinni í fyrravetur í þinginu, heldur nefnd þriggja manna með engum tengslum við stjórnarandstöðuna tilnefnd af iðnrh. Þar er um að ræða dr. Jóhannes Nordal sem formann, Guðmund G. Þórarinsson verkfræðing og hv. þm. dr. Gunnar G. Schram prófessor. Þessir þrír menn annast nú fyrir hönd hæstv. iðnrh. viðræður og samninga við Alusuisse og undirbjuggu það bráðabirgðasamkomulag sem hér liggur fyrir. Þeim til aðstoðar er sem ritari nefndar Garðar Ingvarsson hagfræðingur og deildarstjóri í Seðlabanka Íslands og sem lögfræðilegur ráðunautur Hjörtur Torfason hrl.

Hér eru settir til verka að hluta til gamlir kunningjar Alusuisse og kunnugleg nöfn fyrir þá Íslendinga sem fylgst hafa með samskiptamálunum við Alusuisse allt frá upphafi. Þar hefur frá byrjun haldið á máli fyrir íslensk stjórnvöld, fyrir utan þann tíma sem ég starfaði í iðnrn., Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Hjörtur Torfason hefur komið að þessu máli allt frá 7. áratugnum sem lögfræðilegur ráðunautur. Ritarinn er ekki heldur með öllu framandi á þessum velli.

Ég vil aðeins víkja að því, hvernig staðið er að þessu máli af hálfu núverandi stjórnvalda, hvernig hagað er vali manna til þessara viðræðna. Ég tek það fram í upphafi að það ber ekki að skoða sem persónulegar árásir á viðkomandi einstaklinga, heldur vara ég mjög sterklega við því hvernig þar er ruglað saman reitum og hversu afar lítið menn virðast ætla að læra af reynslunni af samskiptum við þenna stóra aðila.

Ég tel að með tilnefningu þessara manna og alveg sérstaklega formanns viðræðunefndarinnar dr. Jóhannesar Nordals í þetta verkefni, sé brotið með mjög grófum hætti gegn eðlilegum reglum um að setja menn ekki í tvöfalt hlutverk. Þess er ekki gætt að um geti verið að ræða hagsmunaárekstra. Þess er ekki gætt með eðlilegum hætti hverjir séu hæfir og hverjir vanhæfir til að gegna slíkum störfum.

Ég vek athygli á að formaður viðræðunefndarinnar, dr. Jóhannes Nordal, er seðlabankastjóri. Það eitt út af fyrir sig ætti að vera nægilegt fyrir einn mann að gegna því verkefni í þágu opinberra aðila hér á Íslandi. Að mínu mati ættu menn sem í slík störf veljast ekki að taka á öðrum málum fjármálalegs efnis fyrir íslenska ríkið öðrum en sem tengjast starfi þeirra með eðlilegum hætti sem bankastjóra. En dr. Jóhannes Nordal er ekki aðeins seðlabankastjóri. Hann er stjórnarformaður Landsvirkjunar og hefur gegnt því verkefni síðan 1965, kosinn í það æ ofan í æ, næst síðast 1977 og síðan aftur á þessu ári af eignaraðilum, en að þessu sinni á liðnu sumri af þeim þremur flokkum sem stóðu að till. í meiri hl. atvmn. Sþ., þeim stjórnarmönnum þessara flokka sem sæti eiga í stjórn Landsvirkjunar, en Alþb. tók afstöðu gegn því. (Gripið fram í: Hvernig gekk þinni samninganefnd í 3 ár?)

Ég vek athygli á að þessir samningar eru um fjármálaleg efni, en ekki aðeins fjármálaleg efni. Hin fjármálalegu efni varða fyrst og fremst tvenns konar hagsmuni. Þau varða hagsmuni ríkissjóðs í sambandi við skatta af Ísal og þau varða tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu. Hér er um að ræða tvíþætt mál fjármálalega séð og það er óviðunandi og óviðurkvæmilegt að setja mann sem er stjórnarformaður í fyrirtæki eins og Landsvirkjun í þá aðstöðu að eiga að fjalla um hagsmunina báða. Þetta á ekki síður við þegar það er haft í huga að árið 1975, þegar sami maður var formaður í nefnd til að endurskoða samninga við Alusuisse, varð niðurstaðan sú, að raforkuverðshækkunin, sem samið var um til Landsvirkjunar, var tekin með millifærslu úr ríkissjóði, með afslætti sem samið var um á sköttum og hallaði þá frekar á ríkissjóð en hitt í þeim samningum miðað við reynsluna af þeim fram á síðasta ár. Tekjuaukning Landsvirkjunar á tímabilinu frá 1975 nam rétt um 500 millj. kr., en tap ríkissjóðs vegna minnkaðra skatta nam um 510 eða 512 millj. kr., aðeins meira en tekjuaukningin af raforkusölunni. Það voru hin sléttu skipti í það sinn, en margt bættist við í þeirri endurskoðun, sem veldur því að augljóst er að Alusuisse fór með stóran ávinning út úr þeirri endurskoðun á heildina litið.

Ég vil líka nefna að lögfræðilegur ráðunautur samninganefndarinnar, Hjörtur Torfason, er því miður ekki í betri aðstöðu en formaður nefndarinnar, því að hann er jafnframt lögfræðilegur ráðunautur Landsvirkjunar og hann er stjórnarformaður stóriðjufyrirtækis hérlendis, Íslenska járnblendifélagsins. Það er alveg auðsætt að þau atriði sem koma til álita í þessum málum tengjast saman með einum og öðrum hætti, þannig að það er óráð hið mesta að setja einstakling í þá stöðu sem gert er í þessu tilviki við lögfræðilegan ráðgjafa nefndarinnar.

En ég sagði að það væru ekki bara fjárhagslegir þættir sem hér eru til skoðunar, sem kannske freista stjórnvalda til að setja bankamenn í þessi verk, heldur komu hér til skjalanna ýmsir fleiri mjög þýðingarmiklir hagsmunir Íslands. Þar á ég við m.a. lögsöguatriðið í skattamálum þegar kemur til endurskoðunar samninga, skattalögsöguna, sem hvergi er getið um í þessu bráðabirgðasamkomulagi. Og ég vil spyrja hæstv. iðnrh. að því: Hvernig stendur á að ekki er fjallað um skattalögsöguna í þessu samkomutagi? Hvernig stendur á að ekki er sett fram krafan um að álsamningarnir, ef endurskoðun næst fram, falli að öllu leyti undir íslenska lögsögu? Það er nokkuð sérkennileg aðstaða, sem íslensk stjórnvöld eru í andspænis þessu stórfyrirtæki, að þurfa að vera að sækja álitaefni í skattamátum undir erlendan gerðardóm eða að leita samkomulags með þeim hætti sem hæstv. ríkisstj. hefur gert hér til að reyna að útkljá þessa skattadeilu.

Ég minni á það, sem ég hélt að væri staðreynd enn í dag, að t.d. Framsfl. — eða a.m.k. Framsfl. af núverandi stjórnarflokkum — hlyti að hafa áhuga á að færa skattalögsöguna til Íslands frá erlendum vettvangi. Ég minni á að hæstv. fyrrv. utanrrh., hv. þm. Ólafur Jóhannesson, fjallaði mjög ítarlega og skilmerkilega um þessi efni á sínum tíma, þegar álsamningarnir voru til umr. hér á Alþingi, og spurninguna um aðild Íslands að ICSID-gerðardómnum, en umr. um þessi efni munu hafa farið nokkuð saman á þinginu 1965–1966. Ég held að það væri fróðlegt fyrir ýmsa að lesa sér til í þeim umr. og lesa ummæli og ræður hv. þm. Ólafs Jóhannes sonar á þessum tíma um þau efni. Það skyldi nú ekki vera að fjármálamennirnir í samninganefndinni, seðlabankastjórinn, hafi ekki haft svo mjög auga á atriðum sem þessum vegna þess, sem ekki er óeðlilegt, að honum eru fjármálin hvað skyldust.

Ég inni hæstv. iðnrh. eftir því: Hvað veldur því að ekki er reist krafan um þetta eða gekk hún ekki fram, að fá viðurkenningu á því að skattamálin varðandi Ísal færu með öllu undir íslenska lögsögu? Það er óeðlilegt að skattadeila af því tagi sem uppi hefur verið við Alusuisse nú um skeið skuli vera á borði einstakra íslenskra ráðherra, en ekki geta farið eftir eðlilegum íslenskum lagafarvegi í gegnum okkar kerfi og okkar skattadómstóla.

Ég vil nefna það hér, að í aðdraganda þessa bráðabirgðasamkomulags fóru fram fjórir viðræðufundir. Þótti nú ýmsum sem það drægist nokkuð að vinskapur vænkaðist milli aðila hinnar nýju íslensku ríkisstjórnar og Alusuisse miðað við hvaða orð voru höfð uppi fyrir kosningar og ásakanir í minn garð í sambandi við samningaumleitanir við fyrirtækið. Ég ætla ekki að fara að rifja það upp í einstökum atriðum nú, en ég nefni það, að af fjórum samningafundum fóru þrír fram á erlendri grund. Aðeins fyrsti fundurinn er haldinn í Reykjavík, tveir eru haldnir í London og sá síðasti í Zürich. Eru þetta eðlileg vinnubrögð, hæstv. iðnrh.? Á að standa þannig að samningaviðræðum við fyrirtækið á komandi mánuðum, að þeir samningar fari fram á erlendri grund? Ég óska eftir svörum um það atriði og þá skýringum á því, ef sá háttur á að vera á hafður.

Við undirbúning mála á liðnu sumri fengust ekki upplýsingar um gang viðræðna að neinu leyti þó eftir væri leitað. Þess var gætt mjög vandlega við undirbúning þessa bráðabirgðasamkomulags, að ekki fengist nein vitneskja um hvert stefndi. Það var ekki fyrr en samkomulagið lá fyrir sem ljóst var í hvert óefni var komið. Þess var gætt með alveg sérstökum hætti að halda leynd yfir þessum samningaviðræðum og það svo mjög að hæstv. iðnrh. afturkallaði fyrirmæli til stjórnarformanns Landsvirkjunar um að veita stjórn Landsvirkjunar færi á að fylgjast með gangi viðræðna. Þegar eftir því var gengið við stjórnarformann Landsvirkjunar innan stjórnar, hvernig þessar viðræður gengju og hvort ekki ætti að veita um þær upplýsingar á þeim vettvangi þar sem um verulega hagsmuni væri að ræða fyrir Landsvirkjun, þá var því svarað af stjórnarformanninum, eftir að gengið hafði verið ítrekað eftir, að hann mætti á þessum vettvangi engar upplýsingar veita, og hafði þó stjórn Landsvirkjunar borist frá hæstv. iðnrh. skömmu eftir að hann tók við störfum sérstakt bréf þar sem hann lýsti því yfir að þess yrði gætt að hafa atveg sérstaklega góð samskipti við stjórn Landsvirkjunar í þessu máli. En þegar leið á sumarið var komið það hljóð í strokkinn að hæstv. iðnrh. hafði bannað formanni stjórnar Landsvirkjunar að leita eftir upplýsingum um gang málsins hjá formanni viðræðunefndar íslenska ríkisins, sem að vísu er sami maður í þessu tilviki. Það verður að teljast einkennilega að mátum staðið og er kannske nokkuð að vonum þegar litið er á innihaldið í því bráðabirgðasamkomulagi sem hér er til umr.

Samkomulagið sem var gert í Zürich var niðurstaða funda þann 6. og 7. sept. Það var staðfest af íslensku ríkisstjórninni 13. sept. Það var undirritað af hæstv. iðnrh. úti í Genf, ef ég man rétt, þann 23. sept. Ég hef hér undir höndum skýrslu iðnrn. nr. 7 frá 1983 um þennan bráðabirgðasamning. Þar er að finna undirskriftir við hinn enska texta, undirskrift hæstv. iðnrh.,

og dr. Paul Müllers og dr. Dietrich Ernst. Þarna er líka birtur hinn íslenski texti, en af einhverjum ástæðum er hann ekki undirritaður. Vegna þess að mér finnst þýðingu ekki bera saman að öllu leyti í þessum textum, þá spyr ég hæstv. iðnrh. að því, hvort það sé tilviljun að ekki er undirskrift undir íslenska textann í þessari skýrslu rn. hans og þá jafnframt hvort ekki megi treysta því að þeir samningar sem hér eru kynntir á Alþingi í íslenskri og enskri útgáfu séu jafngildir. Þetta skiptir að sjálfsögðu miklu máli við skoðun mátsins og túlkun, ekki síst þar sem mér sýnist að nokkuð beri á milli hins íslenska texta og hins enska. En það kemur ekki með sama hætti að sök ef báðir samningar eru jafngildir.

Ég nefni sem dæmi, og ætla ekki að fara út í neinar hártoganir í sambandi við þetta, að í íslensku þýðingunni er talað um dómnefndir í sambandi við skattadeiluna, þar sem í enskum texta er talað um „panel“ eða nefndir. Hér er greinilega um að ræða mismunandi orðalag í mjög þýðingarmikilli grein. Og ég spyr: Hvort orðatagið gildir eða er hvort tveggja jafngilt? Hæstv. ráðh. svarar því eflaust.

En það er kannske ástæða til þess líka í leiðinni að spyrja um það, hvort það sé eitthvað fleira sem samið hefur verið um milli aðila með einum eða öðrum hætti varðandi það bráðabirgðasamkomulag sem hér liggur fyrir en það sem stendur hér í samningstexta. Ég nefndi þetta að gefnu tilefni. Ég nefni það sem dæmi, að í fréttatilkynningu sem send var út í nafni iðnrn. eftir að bráðabirgðasamningurinn hafði verið gerður úti í Zürich, líklega eftir að íslenska ríkisstjórnin hafði staðfest hann, er tímasett sú 50% stækkun á ÍSAL sem gert er ráð fyrir sem möguleika í þessu bráðabirgðasamkomulagi. Í fréttatilkynningu rn. er talað um árin 1987–1988, þó að það ártal sé hvergi að finna í texta þessa bráðabirgðasamkomulags. Hefur verið rætt um það milli aðila, hæstv. iðnrh., að þessi stækkun komi í gagnið 1987–1988? Raunar minnir mig að hæstv. ráðh. hafi látið þau orð falla mjög ákveðið að það væri sá tími sem um væri að ræða, þegar hann var spurður í fjölmiðlum um þetta atriði, en ég hef ekki séð að að því sé vikið í texta bráðabirgðasamkomulagsins.

Áður en ég kem hér að efnisatriðum þessa samnings vil ég aðeins líta hér á þá samningsstöðu sem íslensk stjórnvöld eru í þegar þau vinna að undirbúningi þessa samkomulags, til þess að við eigum auðveldara með að meta niðurstöðuna eins og hún liggur hér fyrir.

Ég tel að staða íslenskra stjórnvalda til að ná fram góðum samningi við Alusuisse, góðri endurskoðun af hálfu Íslands, hafi verið sterk á liðnum tíma og hafi verið batnandi á þessu ári frá því sem áður var. Það sem á skorti á síðustu árum til þess að unnt væri að nota þessa stöðu voru brestir hér innanlands, pólitískir brestir og samstöðuleysi hér innanlands varðandi málsmeðferð, þannig að Alusuisse hafði til þess aðstöðu að haga gangi mála af sinni hálfu nánast að vild vitandi það að hjá áhrifamiklum aðilum á Íslandi var uppi mat á þessu máli fyrirtækinu svo hagstætt að því datt ekki í hug að fara að ganga til samkomulags eftir þeim atriðum sem íslensk stjórnvöld þó höfðu sett formlega fram kröfu um. Þetta kom í ljós með mjög ákvarðandi og ljósum hætti við umr. um þetta mál, m.a. hér á hv. Alþingi á síðasta vetri, þannig að enginn þarf að fara í grafgötur um hver staðan raunverulega var, hvernig Alusuisse gat teflt inn í stöðuna gagnvart Íslandi og hver staða þess aðila, sem formlega fór með þessi mál af Íslands hálfu, raunverulega var vaxin. En eftir sem áður var staða okkar sterk í málinu, ef við hagnýttum okkur hana og hefðum borið gæfu til samstöðu. Krafan um endurmat á framleiðslugjaldinu, skattakrafan, styrkti stöðu okkar og ekki síður eftir að hún var komin inn í farveg að ósk Alusuisse og auðhringurinn þurfti að verja sig fyrir dómstóli fyrir orðnum hlut, álagningu íslenskra stjórnvalda á fyrirtækið reistri á traustum grunni.

Íslensk stjórnvöld höfðu einnig þá staðreynd fyrir sér á þessum tíma, að álverð fór ört hækkandi á þessu ári frá því sem verið hafði, en það hafði farið lækkandi mjög verulega frá því 1980, en var á nýjan leik einmitt á síðasta sumri að ná því sem það hefur farið einna hæst áður, komið upp í um 1700 dali á tonnið eða þar um bil og gert ráð fyrir áframhaldandi þróun í sömu átt. Þetta styrkti að sjálfsögðu stöðuna frá því sem verið hafði, t.d. fyrir einu ári. Þá ber einnig að geta um áhuga margra fyrirtækja á samskiptum við Ísland í sambandi við áliðnað, viðskipti við okkur, og það þrátt fyrir þá deilu sem hér hafði verið við Alusuisse. Gagnstætt því sem fram hafði verið haldið af talsmönnum þessa bráðabirgðasamkomulags varð deila okkar við Alusuisse á liðnum árum á engan hátt til þess að draga úr möguleikum okkar í að eiga samskipti við aðra aðila um rekstur álversins í Straumsvík, ef á þyrfti að halda. Síðast en ekki síst nefni ég í þessari stöðu það lögfræðilega mat sem fyrir lá á möguleikum okkar til einhliða aðgerða til hækkunar á raforkuverði á grundvelli brostinna forsendna samningsins. Þar liggja fyrir skýrar og ótvíræðar greinargerðir, m.a. unnar fyrir iðnrn. af Þorgeiri Örlygssyni, starfsmanni Hæstaréttar, og af Charles Lipton, hinum virta bandaríska prófessor, sem skilaði um þetta efni greinargerðum til íslenskra stjórnvalda. Þessari sterku stöðu hefur núv. ríkisstj. glutrað niður með því ótrúlega afreki sem hæstv. iðnrh. telur sig hafa unnið og liggur fyrir í þeim bráðabirgðasamningi sem hér er til umr.

Ég skal fara yfir þau efnisatriði í þessu samkomulagi sem ég tel að mestu máli skipti, en þar er af svo mörgu að taka að það mundi ganga mjög á tíma þessarar deildar á fundi í dag ef ég ætlaði að fara að gera því ítarleg skil, svo sem vert væri hér í hv. Sþ.

Samkv. þessu samkomulagi er gert ráð fyrir að Alusuisse fallist á að taka nú þegar upp samningaviðræður um endurskoðun á ýmsum þáttum og skilmálum samningstengsla sinna, eins og það er orðað, við íslensk stjórnvöld, svo sem rafmagnsverði og ákvörðun á framleiðslugjaldi og að greiða tímabundið viðbótarálag , eins og það er orðað, í eitt ár á núverandi orkuverð. Ég vek athygli á því, að hér er ekki um að ræða samningsbundna hækkun á orkuverði yfir samningstímabilið, heldur tímabundið viðbótarálag sem gildi í eitt ár. Þetta eru þau ákvæði í samkomulaginu sem ríkisstj. telur að réttlæti gerð þessa samkomulags öðru fremur, þ.e. endurskoðun á þessum úrelta samningi við Alusuisse og þetta viðbótarálag. Ég ætla ekkert að draga úr því, að hér er um að ræða eðlilega kröfu í sambandi við endurskoðun samninga — kröfu sem íslensk stjórnvöld báru fram þegar á árinu 1980. En það að Alusuisse fellst á að taka upp endurskoðun samninganna er keypt dýru verði. Viðbótarálagið á raforkuverðið í eitt ár skiptir í þessu samhengi sáralitlu máli og eins og ég hef orðað það er því því miður þannig fyrir komið í þessu bráðabirgðasamkomulagi að það er fremur líklegt til að veikja samningsstöðu Íslands en styrkja hana. Það rætist nefnilega hér gamalt máltæki, að æ sér gjöf til gjalda. Það sannast í þessum samskiptum. Og hvað er það nú sem Alusuisse telur sig hafa á hendi eftir samkomulagið í Zürich? Hvaða verði kaupa Íslendingar þessar viðræður um endurskoðun samninga og viðbót við orkuverð í 12 mánuði, sem hæstv. ráðh. hefur reiknað út að gefi Íslendingum 137 millj. kr. í aðra hönd?

Í fyrsta lagi er það keypt því verði að taka skattadeiluna út úr þeim farvegi sem hún var komin í og beina henni í þann farveg sem Alusuisse gerði kröfu um, í þriggja nefnda farveg. Krafa Alusuisse um þessa sérstöku meðferð er að sjálfsögðu tilkomin vegna þess að fyrirtækið væntir þess að út úr þessum farvegi komi málið með öðrum og ódýrari hætti fyrir fyrirtækið en ef málið hefði verið rekið áfram fyrir ICSID-gerðardómnum. Það skyldi nú ekki vera að Alusuisse geri ráð fyrir að endurheimta viðbótarálagið á raforkuverðið í eitt ár margfaldlega með meðferð mála í þeirri sérstöku sameiginlegu meðferð nefnda sem hæstv. ríkisstj. hefur samið um. — Auðhringnum tókst með þessu að fá samþykktar óskir sínar um sérstakan farveg og það sem skiptir ekki minna máli, að Alusuisse hefur með þessu knúið fram sameiginlega gerð í stað þess að þurfa að standa í gerðardómi frammi fyrir ákvörðun íslenskra aðila um skattaálagningu.

Þetta er varðandi skattamálið þó að mjög margt fleira mætti um það segja. Ég vil þó, áður en ég kem að öðrum þáttum, spyrja hæstv. iðnrh. að því, af því að hann var að rekja það hér í máli sínu áðan, í hvaða stöðu skipun þeirra nefnda væri sem samkomulagið gerir ráð fyrir, og það kom fram hjá honum að þær væru ekki enn teknar til starfa vegna þess að ekki hafi enn verið gengið frá skipun í þýðingarmestu nefndina, þá sem fjalla á um yfirverðið á aðföngum til Ísals: Hvenær gerir ráðh. ráð fyrir að þessar nefndir taki til starfa og hvenær gerir hann ráð fyrir að þær hafi í síðasta lagi lokið sínum störfum? Ég spyr að þessu vegna þess að því er haldið fram hér til réttlætingar þessari tilslökun gagnvart Alusuisse að hér sé um að ræða miklu fljótvirkari meðferð og ódýrari meðferð á máli en ef það hefði áfram verið fyrir ICSID-gerðardómnum, og hafa þó engin rök komið fram, sem ég hef heyrt, sem styðji þá staðhæfingu að meðferð fyrir ICSID-gerðardómnum hefði þurft að taka 1–2 ár. Það væri ágætt ef hæstv. ráðh. greindi nánar frá því hér í umr., hvaða vissu hann hafi fyrir því að þessi sérstaka meðferð verði svo miklu skjótvirkari og ódýrari en meðferðin samkv. samningnum, þ.e. fyrir ICSID-gerðardómnum.

Það kemur fram í samkomulaginu með eftirfarandi hætti gagnkvæmur áhugi aðila á stækkun álversins. Þar segir í íslenskum texta:

„Aðilarnir staðfesta hér með gagnkvæman áhuga sinn á því að stækka bræðsluna svo fljótt sem við verður komið“ — það er vert að gefa gaum að enskum texta m.a. einmitt í þessu samhengi, en ég ætla ekki að fara út í það hér, en vek þó athygli á því, — „um 80 megawatta málraun, sem svarar til um 40 þús. árstonna afkastagetu (fyrri útfærslan), og að fylgja þessu eftir síðar meir með annarri stækkun í sama mæli...“ "Ríkisstj. er reiðubúin“, segir nokkru síðar í texta, „til að afla stuðnings Landsvirkjunar til þess að látið verði í té nægilegt rafmagn fyrir þessar stækkanir og að leita allra heimilda sem við þarf til að gera ÍSAL kleift að byggja og reka stækkunaráfangana.“

„Aðilarnir eru ásáttir um“, segir enn fremur, „að taka upp nú þegar nauðsynlegar viðræður um samninga er leggi grundvöllinn að kjörum þeim og skilmálum, er ráða skuli um afhendingu rafmagns og önnur málefni varðandi fyrri útfærsluna.“ — Og nokkru síðar: „Samningarnir verða að vera fullnægjandi bæði fyrir ríkisstj. og Alusuisse og einnig fyrir Landsvirkjun og ÍSAL.“

Þetta er kjarni þessa bráðabirgðasamkomulags að því er varðar gagnkvæman áhuga aðila samningsins á að tvöfalda umsvif Alusuisse hérlendis, án þess að nokkur trygging sé fyrir því að framleiðslukostnaðarverð fáist í Íslands hlut út úr orkusölunni, og ég spyr hæstv. iðnrh. í því samhengi: Hvernig stendur á því að ekki er að finna í þessu bráðabirgðasamkomulagi þann sjálfsagða varnagla, að sá orkusölusamningur sem gerður kann að verða um stækkun Ísals og um endurskoðaðan raforkusölusamning við núverandi fyrirtæki skuli ekki innihalda það sjálfsagða ákvæði, það nauðsynlega ákvæði, að orkusala undir framleiðslukostnaði komi ekki til álita eða sé a.m.k. ein meginviðmiðun þegar litið verður á og undirbúnir yrðu samningar um raforkuverðið? Hvað veldur því, hæstv. iðnrh.?

Þannig er um þessi mál búið varðandi orkuverðið, að samtímis á að fjalla um endurskoðun á rafmagnssamningi til núverandi bræðslu og raforkuverð til stækkunar álversins, eins og segir, að „höfð verði hliðsjón af orkukostnaði áliðnaðar í Evrópu og Ameríku sem og samkeppnisaðstöðu álframleiðslu á Íslandi.“ Ekkert orð er um framleiðslukostnaðarverð raforkunnar hérlendis.

Ég minni á að í áætlunum Landsvirkjunar, eins og það kemur fram í niðurstöðum skýrslu sem fyrirtækið gaf út í des. s.l., segir: „Áætlað er að raforkukostnaður til orkufreks iðnaðar verði á bilinu 18–22 mill á kwst. fyrir forgangsorku á verðlagi 1982.“ — Og ég spyr hæstv. iðnrh.: Ætlar hann að standa að raforkusölusamningi í sambandi við stækkun álversins í Straumsvík sem ekki uppfyllir það lágmarksskilyrði að skila a.m.k. framleiðslukostnaðarverði fyrir raforkuna í Íslands hlut, framleiðslukostnaðarverði eins og það er áætlað út úr íslenska raforkukerfinu á næstu árum og áratugum? Ætlar hann að ganga að samningum varðandi endurskoðun gagnvart núverandi fyrirtæki sem ekki mundi enda á niðurgreiðslu íslenskra raforkunotenda á orkusölu til Ísals? Ég óska eftir skýrum svörum um þessi efni.

Hæstv. ráðh. hefur að undanförnu ekki viljað kveða upp úr með það, hvað hann hafi í huga í sambandi við raforkuverð. Það hefur ekki verið unnt að toga upp úr honum nokkra tölu. Látum það nú vera. En ég trúi ekki öðru en hæstv. ráðh. hafi á síðustu dögum a.m.k. reynt að afla sér upplýsinga um hvert er framleiðslukostnaðarverðið, og þó að hann segði ekki meira hér en koma með almenna yfirlýsingu um þetta efni, að ekki skuli samið undir framleiðslukostnaði, meðalframleiðslukostnaði, þá væri það þó alltjent til að skera úr um óvissu í þessu efni, óvissu sem óviðunandi er að ríki í áframhaldandi samningum um þetta mál.

En við skulum þá aðeins víkja að því hvaðan raforkan á að koma til þeirrar stækkunar sem hér er látið liggja svo sterklega að að ráðist verði í. Ég minni á að virkjanir á Suðurlandi, Búrfellsvirkjun II og Sultartangavirkjun, sem gera má ráð fyrir að sótt verði eftir að hraðað verði uppbyggingu á vegna stækkunar álversins, eru samkv. stofnkostnaðaráætlunum Landsvirkjunar í efri kantinum varðandi framleiðslukostnaðarverð. Þær eru með mun dýrari raforku á orkueiningu en t.d. Blönduvirkjun. Og þá segir það sig sjálft að raforkuverðið, sem um yrði samið sérstaklega í tengslum við slíkar framkvæmdir, þyrfti að vera þeim mun hærra.

Ég tel í rauninni að samningar um orkusölu til stækkunar á álverinu, sem liggi undir því marki sem Landsvirkjun nefnir, séu raunar neðan við það sem skynsamlegt sé að standa að. Og ég bendi á að við ættum núna að vera reynslunni ríkari vegna þess hvernig framleiðslukostnaður út úr íslenska raforkukerfinu hefur orðið mun meiri en áætlað hefur verið, þannig að þarna verðum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur ef ekki á illa að fara.

Ef þessi stóru áform, þessi ógnarlegu áform ná fram að ganga eins og báðir aðilar, Alusuisse og ríkisstj., stefna að og að 1. áfanginn eigi að koma til framkvæmda á árunum 1987 og 1988, eins og sagði í fréttatilkynningu iðnrn., þá er jafnframt verið að loka leiðum fyrir íslenska atvinnuþróun á komandi árum, bæði á sviði orkuiðju og á sviði almenns iðnaðar, nema steypa eigi þjóðinni í raun í mun meiri erlendar skuldir en nú er. Tvöföldun álversins í Straumsvík kallar á 1200 til 1300 gwst. orkuframleiðslu frá nýjum virkjunum. Sultartangavirkjun, sem áætlað er að framleiði 660 gwst. á ári, og Búrfellsvirkjun II með aukinni miðlun úr Þórisvatni er talið að gefi 350 gwst., en samanlagt nægir orkan frá þessum virkjunum engan veginn til að fullnægja þeirri stækkun sem hér er um að ræða, þannig að taka þyrfti annars staðar frá úr íslenska orkukerfinu.

Nú er það svo, að gert hefur verið ráð fyrir og því slegið föstu af Alþingi að Blönduvirkjun verði næsta meiri háttar virkjun í íslenska orkukerfinu, þannig að það er þá í raun orkan frá þeirri virkjun, sem gert er ráð fyrir að fari til stækkunar á Ísal, þeirrar 50% stækkunar sem hér er um að ræða, og mundi raunar gleypa hana að fullu eins og áætlanir Landsvirkjunar standa til, þar sem gert er ráð fyrir að í upphafi framleiði Blönduvirkjun ekki nema sem svarar tæpum 600 gwst. Ég spyr því hæstv. iðnrh.: Gerir hann ráð fyrir í sínum áætlunum og er gert ráð fyrir því í þeim viðræðum og athugunum sem fram fara vegna stækkunar álversins í Straumsvík í þessari samningagerð, þessari framhaldssamningagerð, að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir hér sunnanlands til viðbótar við það, sem verið hefur í gangi? Er inni í þeirri mynd sultartangavirkjun eða jafnvel Búrfellsvirkjun II? Getur það verið að hæstv. ráðh. ætli að standa að því að óska eftir breytingum á þeim áættunum sem samþykktar hafa verið hér á hæstv. Alþingi í sambandi við virkjanir í íslenska raforkukerfinu til þess að mata hinn erlenda auðhring á orku og taka jafnframt fyrir möguleika á innlendri iðnþróun, uppbyggingu á íslenskum fyrirtækjum, sem njóti okkar innlendu orku, þ.á.m. kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði.

Ég spyr hæstv. ráðh. atveg sérstaklega að því: Hefur hann í hyggju að óska eftir því við hæstv. Alþingi þetta yfirstandandi þing eða síðar að fá heimild til þess að stækka Búrfellsvirkjun? Hefur hæstv. ráðh. í huga að biðja um slíka heimild hugsanlega í tengslum við stækkun álversins í Straumsvík? Ég óska eftir skýrum svörum frá hæstv. ráðh. um þetta efni.

Fjárfesting í stækkun álversins gæti numið um 210 millj. dollara miðað við 2 600 dollara á tonn í fjárfestingu á ári eða nálægt 6 000 millj. ísl. kr., þannig að samtals er um að ræða fjárfestingu upp á 450 millj. dollara, þegar tekið er tillit til virkjananna sem þyrftu að koma til, eða um 13 þús. milljarða ísl. kr. Tölur varðandi fyrri áfangann væru þá um helmingur af þessari upphæð 13 000 millj. ísl. kr.

Til samanburðar má geta þess, að löng erlend lán á Íslandi námu alls í árslok 1982 um 1200 millj. dollara og framkvæmdir í stóriðju, í virkjunum og hitaveitum námu á síðasta ári röskum 50 millj. dollara, svo menn sjá af þessum samanburði um hvers konar risafjárfestingu hér er að ræða. Og hvort sem menn eru með henni eða á móti, þá ættu menn þó að geta sameinast um það og verið sammála um það, að það skiptir ekki litlu að Íslendingar misstígi sig ekki í slíkum málum.

Þessi mikla fjárfesting, sem hér er um að ræða, næmi því, ef miðað er við 50% stækkun Ísals, sem kæmi í gagnið 1987–1988, að fjárfest væri fyrir um 55 millj. dollara á ári, sem er hærri upphæð en varið var samtals í iðjuver, virkjanir og hitaveitur hérlendis á árinu 1982. Menn ættu af þessu að geta ráðið hvaða svigrúm líklegt sé að verði til annarra meiri háttar fjárfestinga í landinu ef hinar gagnkvæmu óskir Alusuisse og ríkisstj. um stækkun álversins í Straumsvík verða að veruleika. Ég spyr hæstv. iðnrh. að því: Hefur hann gert sér grein fyrir þessum horfum, ef í þessa stækkun yrði ráðist? Hefur hann gert sér grein fyrir því að við erum að taka fyrir þróunarmöguleika á öðrum sviðum atvinnulífs í landinu, þróunarmöguleika íslensks atvinnulífs, nema hæstv. ráðh. ætli sér að margfalda erlendar skuldir og skuldastöðu þjóðarinnar frá því sem nú er? En það er kannske það sem að er stefnt.

Og síðan kemur spurningin um það, hvert á arðurinn af þessum fjárfestingum að renna? Þar höfum við reynsluna af álverinu fram til þessa og ég minni á það, að jafnvel þó að gert væri ráð fyrir raforkuverði á bilinu 20–25 mill og núverandi verðlagi á áll, þá hefði auðhringurinn sem eigandi iðjuversins margfalt upp úr krafsinu miðað við Ísland sem seldi raforkuna. Og þennan arð flytti auðhringurinn þá sem hingað til rakleiðis úr landi.

Það er bágt til þess að vita, að uppi skuli vera áform af þessu tagi hér á Alþingi Íslendinga á sama tíma og ekki er hugað að því að koma fótum undir innienda orkunýtingu, á meðan það stendur í íslenskum stjórnvöldum að fá hér fram samþykktir um innienda orkunýtingu, sem undirbúin hefur verið, eins og t.d. kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði.

Þá vil ég koma að þriðja þætti þessa máls, sem varðar heimild til Alusuisse til þess að selja þriðja aðila helminginn af hlutabréfum í Ísal og fyrirhugaða breytingu á lögum þar að lútandi.

Samkv. texta þessa bráðabirgðasamkomutags um þetta efni segir orðrétt með leyfi forseta: „Til þess að greiða fyrir stækkun ÍSAL samþykkir ríkisstj. hér með“, takið eftir hv. alþm., „samþykkir ríkisstj. hér með að veita Alusuisse rétt til að gera eftirfarandi ráðstafanir, að áskildu samþykki Alþingis:

a) Að framselja hlutabréf sín í ÍSAL í heild eða að hluta til eins eða fleiri dótturfélaga sem eru og verða í einkaeigu Alusuisse (beint eða gegnum önnur dótturfélög í einkaeign).

b) Að selja og framselja allt að 50% af hlutafjáreign sinni í ÍSAL til óskylds þriðja aðila, eins eða fleiri. Ríkisstj. mun undirbúa lagafrv. þar sem farið verður fram á samþykki Alþingis við breytingu á aðalsamningnum til að gefa þeim ákvæðum gildi. Frv. þetta verður lagt fram þegar Alþingi kemur saman til reglulegs þinghalds í októbermánuði 1983, þannig að unnt verði að leita samþykkis á. Alþingi meðan viðræður standa yfir um hið endanlega samkomulag samkv. grein 2.3 hér að framan“ en það er að ljúka samningnum eigi síðar en 1. apríl 1984.

Og einnig segir: „Þessi breyting mun þó ekki koma endanlega til framkvæmda fyrr en endanlegt samkomulag hefur náðst milli aðilanna.“

Samkv. þessu ákvæði í texta bráðabirgðasamkomulagsins er Alþingi Íslendinga ætlað að fjalla um það að afgreiða ofangreind stórfelld vilyrði handa Alusuisse, að afgreiða þau vilyrði sem skipta auðhringinn fjárhagslega gífurlegu máli, áður en sér í land um gerð heildarsamkomulags, og að ríkisstj. hefur fyrir sitt leyti með gerð samkomulagsins eða „hér með“, eins og þar segir, veitt Alusuisse rétt til að gera eftirfarandi ráðstafanir sem þar eru til greindar.

Þetta eru vægast sagt einkennileg vinnubrögð og það kemur mér satt að segja á óvart að hæstv. iðnrh. skuli ætta Alþingi Íslendinga að taka þannig á máli eins og hér er gert ráð fyrir. Ég spyr hann því: Hvað veldur því að gengið er að slíku ákvæði? Hvað veldur þeim firnum að íslensk stjórnvöld skuli ætla sér að knýja í gegnum Alþingi Íslendinga heimild til þess að fallast á stórfelld hagsmunaatriði fyrir auðhringinn áður en fyrir liggur hver verði niðurstaða þeirra samninga sem ríkisstj. stefnir að að gerðir verði við Alusuisse? Októbermánuður er að vísu liðinn og ekki sést enn þá framan í það frv. sem gert er ráð fyrir í samningnum. Hefur hæstv. iðnrh. náð öðru samkomulagi við Alusuisse um þessi efni? Hefur samningnum kannske verið breytt að tjaldabaki, sem óskandi væri, þannig að fallið væri frá þessu ákvæði, eða hvernig ber að skilja þetta?

Ég spyr hæstv. iðnrh. að því: Er þess að vænta að hér verði lagt fram frv. á Alþingi um þetta efni til að afla ríkisstj. þessarar heimildar? Og ef svo er hvenær má þá búast við því að það komi fram? Ég spyr hv. þm., stuðningsmenn ríkisstj.: Hafa þeir gert sér grein fyrir því hvað hér er á ferðinni? Halda menn að það sé eitthvert léttvægt atriði sem hér er um að ræða, eitthvert léttvægt atriði fyrir Alusuisse, þegar þeir eru að biðja um heimild til þess að fá lögum hér breytt til að geta selt fullan helming af hlutabréfum sínum í þessu fyrirtæki, sem veldur því, þetta eina prósent sem þarf að afla heimildar um — nú er heimild út af fyrir sig, ef ríkisstj. vildi nota hana eða verða við henni, til þess að heimila sölu á allt að 49% -en þarna er verið að biðja um 50%. Og hver er ástæðan? Jú, Alusuisse fengi með því möguleika til þess, ef það seldi þriðja aðila helminginn af hlutafé sínu, að taka þetta dótturfélag bókhaldslega algjörlega út fyrir atla samninga fyrirtækisins við banka og fjármálastofnanir. Ísal væri í reynd ekki lengur til sem hluti af samsteypunni Alusuisse gagnvart bönkum. Fyrirtæki, sem hefur talið sig vera í þrengingum varðandi reiðufé, eins og Alusuisse hefur sagt íslenskum stjórnvöldum á undanförnum misserum, það leggur nú ekkert lítið upp úr því að hafa slíka heimild handa á milli. Ætli það gæti ekki munað auðhringinn allstórum upphæðum að hafa á hendinni slíka heimild þegar það er að leita eftir kaupanda, fyrir nú utan það að geta veifað möguleikum um stækkun fyrirtækisins hér á landi með samningi, sem við eigum að vísu eftir að sjá framan í hvernig liti út?

Ég bið hæstv. iðnrh. um að svara hér í umr. skilmerkilega til um þetta atriði og hvenær við megum vænta að sjá þetta frv. Og ég spyr að því, hvort það sé kannske þegar tilbúið, því það er nú til siðs á ríkisstjórnarheimilinu að auglýsa það, ekki aðeins hvenær frv. megi vænta heldur þegar þau eru komin inn á borð ríkisstj., svo ég vænti þess að hæstv. ráðh. geti greint einnig frá því, ef slíkt frv. er komið til meðferðar hjá hæstv. ríkisstj.

Ég vara sterklega við þeim áformum sem hér eru uppi einnig varðandi þetta atriði. Ég vil ekki trúa því fyrir fram að hv. alþm. láti hafa sig til þess að samþykkja frv. af þessu tagi, að samþykkja heimild til ríkisstj. um þetta atriði áður en fyrir liggur um hvað ríkisstj. ætlar sér að semja við Alusuisse.

Það er ástæða til þess, herra forseti, að spyrja hvað geti fengið menn til að gera slíkt samkomulag eins og það sem hér liggur fyrir. Við höfum að vísu séð framan í margt í þessu máli hingað til. Það var vissulega ömurlegt að kynnast afstöðu núverandi forustumanna Framsfl. til álmálsins í síðustu ríkisstj., ekki síst á síðasta skeiði hennar. Þar kom það í ljós, að það sem einu sinni var minnihlutaviðhorf í þeim flokki, minnihlutaviðhorf Steingríms Hermannssonar, áður en hann kom inn á Alþingi, en sem nú er orðinn hæstv. forsrh. þjóðarinnar, það er nú orðið meirihlutaviðhorf í stjórn og þingflokki Framsfl. og það virðist vera orðið ráðandi viðhorf í þingflokki Framsfl. Það eru sannarlega ömurleg umskipti sem orðið hafa á þeim bæ. Og ekki þarf að ræða þau viðhorf sem enn ríkja í Sjálfstfl. um þessi efni og skýrt komu fram á meðan flokkurinn var í stjórnarandstöðu, þar sem hann gaf auðhringnum ótvírætt til kynna að unnt væri að semja um allt annað en þáverandi stjórnvöld höfðu gert formlega kröfu um.

Það má segja að það sé eðlileg, það sé skiljanleg sú leynd sem ríkti við undirbúning þessa samkomulags þegar litið er á innihaldið. Ég vil benda á það vegna þess að talsmenn þessa samkomulags benda gjarnan á viðbótarálagið á orkuverðið sem sérstaka réttlætingu fyrir þessum samningi, viðbótarálag sem gildir í eitt ár og sem gagnaðilanum er heimilt að fella niður og láta allt hverfa til fyrra horfs, ef honum býður svo við að horfa. Þetta viðbótarálag hefur tryggt það eitt hingað til að raforkuverðið á samningstímanum, sem eftir er af álsamningnum, þessum 30 árum, hækki um 0.1 mill, jafnað yfir tímabilið. Það er nú allt sem við höfum á hendi í sambandi við hækkun raforkuverðsins með þessu viðbótarálagi, 0.1 mill. Og það skyldi nú vera að Alsuisse hafi ekki tekist nánast fyrir fram að tryggja sér það að það fengi þessa greiðslu, sem það reiðir þarna fram, til baka eftir öðrum leiðum.

Ég bendi á að á þessu tímabili, sem þessi samningur, þetta viðbótarálag á að gilda, að á þessu tímabili lækkar launakostnaður álversins í Straumsvík um upphæðir sem eru nálægt því sem gert er ráð fyrir að fá inn fyrir þetta viðbótarálag til Landsvirkjunar. Miðað við afkomu Landsvirkjunar á síðasta ári var hér um að ræða nánast sömu upphæð, sem auðhringurinn sparaði sér í lækkuðum launakostnaði vegna kjaraskerðingar núv. ríkisstj. á þessu tímabili, eins og hann hefði þurft að greiða samkv. þessum samningsákvæðum á árinu 1982 ef þau hefðu verið í gildi. Þessi hlutföll hafa eitthvað breyst á yfirstandandi ári, en það er ljóst að auðhringurinn fær í lægri launakostnaði til baka mjög verulega upphæð af þessari hýru, sem í raun skiptir sáralitlu inn í þetta heildarsamhengi og virkar auk þess sem snara um háls þeirra íslensku samningamanna sem ætlað er að ganga frá samkomulagi fyrir 1. apríl n.k. Þar hefur auðhringurinn möguleika á því að herða að. ef honum býður svo við að horfa, og segja: Herrar mínir, ef þið ekki gangið að mínum kröfum, sem við höfum verið að ræða hér, þá hverfur bara allt til fyrra horfs, líka þessi hækkun á raforkuverðinu og samningurinn sem við höfum gert við ykkur er þá óbreyttur og áfram í gildi sem slíkur. Hvað ætlar hæstv. iðnrh. að gera í þeirri stöðu? Ég spyr hann að því. Og vegna þess að hæstv. iðnrh. var hér að tíunda þessa hýru, sem fæst með þessu viðbótarálagi, og hefur notað það sem verulega réttlætingu fyrir þessum afarkostum, sem hann kallar ótrúlegt afrek, þá vil ég benda á það að einn þáttur sem tengist þessu viðbótarálagi hefur ekki gengið eftir. Það var gert ráð fyrir því við gerð þessa samkomulags, að um yrði að ræða yfir meginhluta tímabilsins 10 mill sem greiðslu fyrir raforkuna á þessu tímabili, en ekki aðeins 9.5. strax og álverðið hefði náð 78 centum á pund, þá hækkaði þetta úr 9.5 millum í 10 mill. En hvernig er staðan? Hver hefur orðið reyndin? Hefur þetta skilað sér svo að segja strax eins og gert var ráð fyrir ? Nei, það hefur ekki gerst. Álverðið hefur í reynd lækkað og er núna, eftir þeim upplýsingum sem ég hef, 69.4 cent á pund, hefur sem sagt lækkað á London Metal Exchange, þannig að það vantar allnokkuð á að það nái þeim 78 centum sem þarf að vera að meðaltali um nokkurt skeið til þess að það hækki í 10 mill. Þessi samningur hefur því, ef þetta ekki breytist, í raun rýrnað um 14% nú þegar, ef ekki verður um að ræða hækkun fyrr en seinna á álverðinu á London Metal Exchange.

Ég tel að þetta dæmi, þó ekki sé stórt, sýni hversu bláeygir þeir eru sem ganga til þessa ókjarasamnings og bera fram rökstuðning sem reynist ekki haldbetri en það sem hér er um að ræða.

Herra forseti. Ég fer að ljúka máli mínu. Sá samningur sem við búum við við álverið í Straumsvík er þegar orðinn þjóðinni dýrkeyptur. Hann veldur því að innlendir raforkukaupendur, heimili og atvinnurekstur, greiða stórar upphæðir í meðgjöf til hins erlenda auðhrings. Miðað við það að auðhringurinn hefði greitt framleiðslukostnað raforkunnar með eðlilegum hætti á árinu 1982, þá vantar upp á 430 millj. ísl. kr. til þess að því sé skilað eða sem svarar 15 millj. Bandaríkjadala. Þrátt fyrir það viðbótarálag sem hér er til umr. er meðgjöfin líttu minni á þessu ári vegna þess að raforkusalan hefur aukist, vegna þess að álverið notar nú framleiðslugetu sína til fulls. Þetta er sá skattur sem við borgum fyrir samninginn frá 1966, sem reynt var að ná fram leiðréttingu á 1975 en ekki tókst betur en svo, að varð minna en ekkert í reynd, og þetta er samningur sem íslensk stjórnvöld stefna nú að að endurskoða með þeim hætti sem fyrir liggur hér í þessu bráðabirgðasamkomulagi, með þeim hætti að auka umsvif hins erlenda auðfélags hér í landinu og aðila sem því hentar að taka með sér inn í reksturinn, að tvöfalda umsvif þessara aðila. Það á að kaupa því verði að loka fyrir þróunarmöguleika í íslenskum atvinnurekstri og innlendri iðnþróun á þessu tímabili, ef hugmyndir hæstv. ríkisstj. ganga eftir. Þetta eru sannarlega afarkostir sem vert er að vara við. Hvað segja hv. þm. úr Norðurlandi við slíkum samningi, sem lokar augljóslega fyrir orkunýtingu í þeim landshluta á komandi árum, ef þessi áform ná fram að ganga? Eða gera menn ráð fyrir því að ráðist verði í einhver stórvirki þar nyrðra, uppbyggingu þar nyrðra, ef hlaðið verður undir álverið í Straumsvík og Alusuisse og þá sem með því kæmu inn í þann rekstur? Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Hvað segja hv. þm. Austurl. aðrir en hæstv. iðnrh. í sambandi við þessar fyrirætlanir og þau áhrif sem það kann að hafa á eðlilega uppbyggingu á innlendum iðnaði og orkunýtingu þar í fjórðungi, þar sem er að finna þriðjung af hagkvæmasta vatnsaflinu, virkjanlegu vatnsafli hérlendis? Og hvað segja menn um það að ætla að fara að binda trúss sitt í svo auknum mæli sem hér er stefnt að við auðhring, sem ekki hefur komið fram við Íslendinga með öðrum og skárri hætti en raun ber vitni og liggur fyrir hv. Alþingi að gerst hefur með stórfelldum bókhaldsbrellum og með því að stinga hagnaði hér á liðnum árum undan skatti þannig að stórar upphæðir hafa verið hafðar úr sameiginlegum sjóði landsmanna á meðan auðhringurinn hefur fleytt rjómann af innlendum orkulindum og flutt hann úr landi? Þetta eru horfur sem eru þess eðlis að ég vænti þess að hv. alþm., þótt stuðningsmenn núv. ríkisstj. séu, staldri við áður en þeir greiða götu fyrir samkomulagi sem stefnir í þá átt sem hér horfir. Ég vænti þess að í framhaldi þessarar umr. eigi eftir að koma fram svör frá hæstv. iðnrh. við þeim atriðum sem ég hef spurst hér fyrir um. Ég vænti þess einnig að hv. þm. Gunnar G. Schram, sem sæti á í þeirri viðræðunefnd sem hæstv. iðnrh. lætur annast þessa samningagerð, upplýsi okkur um viðhorf sín í þessu máli og þær horfur sem hann telur þar vera í samningagerðinni. Og ég vænti þess að fá fram álit sem flestra hv. alþm. á því gífurlega stóra máli sem hér er til umr. og þeim áformum sem hæstv. ríkisstj. virðist ætla að knýja hér fram með þeim hætti sem jarðvegurinn er plægður fyrir með þessu bráðabirgðasamkomulagi.