12.03.1985
Sameinað þing: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3471 í B-deild Alþingistíðinda. (2800)

297. mál, útflutningur landbúnaðarafurða

Fyrirspyrjandi (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Ég hef á þskj. 478 leyft mér að bera fram fsp. til hæstv. landbrh. varðandi ýmsar tölur, kostnað, greiðslur, í sambandi við útflutning landbúnaðarafurða. Fsp. er í fimm liðum og hljóðar svo, með leyfi forseta:

„1. Hve miklum fjárhæðum námu farmgjöld á útfluttum, niðurgreiddum landbúnaðarafurðum á s.l. ári?

2. Hverjir önnuðust flutningana og við hvaða farmgjaldataxta var miðað?

3. Hve miklum fjárhæðum námu umboðslaun af útfluttum, niðurgreiddum landbúnaðarafurðum á síðasta ári?

4. Hverjir fengu þessi umboðslaun?

5. Hefur komið til tals að bjóða út sölu og flutninga á útfluttum, niðurgreiddum landbúnaðarvörum?“