15.05.1985
Neðri deild: 70. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5295 í B-deild Alþingistíðinda. (4592)

86. mál, áfengislög

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Eigi það fyrir íslensku þjóðinni að liggja að ganga að kjörborðinu á hausti komanda, þá tel ég að því tækifæri væri betur varið til þess að kjósa íslensku þjóðinni nýtt Alþingi og koma nýrri ríkisstjórn yfir landið. Alþingi Íslendinga hefur í sögu íslenska lýðveldisins treyst sér til þess að taka afstöðu í afdrifaríkari málum en því sem hér er til umfjöllunar án þess að leita eftir afstöðu þjóðarinnar í einstökum tilfellum. Ég segi nei, herra forseti.