20.05.1985
Efri deild: 77. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5376 í B-deild Alþingistíðinda. (4639)

498. mál, stjórn efnahagsmála

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég þakka undirtektir hv. 2. þm. Austurl. við það frv. sem ég hef mælt hér fyrir. Varðandi spurningu hans um hvað líði afgreiðslu lánsfjárlaga í hv. Nd. þá á ég frekar von á því að þau fari nú að koma úr nefnd, hugsanlega eitthvað breytt. Ef svo verður reikna ég með að breytingar verði aðallega gerðar á þeim liðum sem snerta húsnæðismál. En að sjálfsögðu koma þau til baka í þessa hv. deild til endanlegrar afgreiðslu. Ég tek undir það sem sagt er milli línanna hjá hv. þm. að það er fyllilega kominn tími til — þó fyrr hefði verið — að ganga endanlega frá þeim lögum.