03.06.1985
Efri deild: 87. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5815 í B-deild Alþingistíðinda. (5168)

106. mál, tannlækningar

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Í meðferð Nd. á þessu frv. til laga um tannlækningar hefur verið gerð smávægileg breyting sem varðar 3. gr. frv. Þar er vikið að erlendum ríkisborgurum sem hugsanlega fá leyfi til að stunda tannlækningar hér á landi. Eins og greinin hljóðaði þegar hún var afgreidd héðan frá Ed. var gert ráð fyrir að erlendur ríkisborgari þyrfti að sanna fullnægjandi kunnáttu sína í íslensku máli, mæltu og rituðu. Nd. taldi nægja að erlendur ríkisborgari þyrfti að sanna fullnægjandi kunnáttu sína í íslenskri tungu.

Eftir því sem ég hef komist næst eru hv. nm. í heilbr.og trn. Ed. sáttir við þessa breytingu, enda þótt hún hafi verið gerð í Nd., og við leggjum til að frv. verði samþykkt.