18.02.1986
Sameinað þing: 49. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2610 í B-deild Alþingistíðinda. (2217)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal að gefnu tilefni tekið fram að forseti hefði ekki látið sér koma til hugar að nefna stjórnarstuðningsmann og stjórnarandstæðing nema að gefnu tilefni, að hv. 3. þm. Norðurl. v. viðhafði þessi orð. Og ég tek fullgildar þær skýringar sem hv. þm. gaf nú.

Það skal og tekið fram að það er engin óvenjuleg málsmeðferð hér í dag. Við erum að leitast við núna að móta venjur um framkvæmd á nýjum ákvæðum í þingsköpum. Ég ætla að ég megi segja að allir þm. hafa hjálpast að við að gera þetta. Og ég hef ekki orðið var við annað en að þm. væru yfirleitt ánægðir með þessa framkvæmd. Ég vænti þess að svo geti verið.

Framkvæmd utandagskrárumræðu getur verið stefnt í tvísýnu ef hægt er að opna leið til að koma í veg fyrir hana með því að bera fram tillögur eða beiðnir um skýrslur. Það má ekki tefja mál ef það er metið nauðsynlegt að taka það strax fyrir, hversu þýðingarmiklar sem skýrslubeiðnir eru til þess að ræða mál ítarlega.