01.04.1986
Sameinað þing: 66. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3360 í B-deild Alþingistíðinda. (2996)

351. mál, geðheilbrigðismál

Fyrirspyrjandi (Helgi Seljan):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. heilbr.- og trmrh. svör hennar þó að þau yllu mér nokkrum vonbrigðum varðandi það að nú skyldi settur punktur aftan við störf þeirrar nefndar sem hefur að mínu viti unnið mjög þarft og gott verk og tekið málaflokka skipulega fyrir í þessum efnum, tekið fyrir geðræn vandamál barna, unglinga og hefur nú síðast snúið sér að geðrænum vandamálum aldraðra.

Það hefur vissulega margt áunnist í þessum efnum, alveg sér í lagi varðandi bráðaþjónustuna, og ég er ekki frá því að einmitt tillögugerðin hjá okkur á sínum tíma hafi valdið því að sú bráðaþjónusta var aukin eins og skylt var. En ég held að vandamálin hafi síður en svo vikið til hliðar og ég óttast að aukning þeirra sé mikil. Mér þykir t.d. miður að nefndin skuli a.m.k. ekki fá tækifæri til að fullvinna það sem hún hefur verið að frumvinna nú varðandi geðræn vandamál aldraðra eins og ég kom að áðan. Kannske er það þó ekki aðalatriði, en það kom ekki fram í máli hæstv. ráðh. að þessari vinnu yrði haldið áfram í einhverju öðru formi af einhverjum öðrum nema hvað snerti vinnu ákveðins einstaklings sem hún sérstaklega nefndi varðandi vandamál aldraðra. Enn þá meira virði held ég að sé þó að það verði unnið samkvæmt tillögum nefndarinnar sem ég veit að eru margar hinar merkustu, alveg sérstaklega varðandi úrlausn fyrir börn og unglinga.

Ég held að sem þegar er til í kerfinu og m.a. og sér í lagi, eins og hæstv. ráðh. tók undir með mér, í tengslum við fyrirbyggjandi starf á heilsugæslustöðvum landsins. Ég held líka að það sé nauðsynlegt að meðferðarheimili til endurhæfingar og þjálfunar þurfi að vera bæði hér og úti á landi, en eins og kunnugt er er ekki nema eitt meðferðarheimili fyrir börn til hér á landi eða Trönuhólaheimilið svokallaða.

Ég held að líka þurfi að stórbæta aðstöðu fyrir unglinga og koma þeim málum í viðunandi það þurfi að nýta sem allra best og miklu betur en nú er, fullyrði ég, þann mannafla horf hið fyrsta. Ég held að ráðgjöf á barnageðdeildum og heilsugæslustöðvum þurfi að vera sem fullkomnust og hana þurfi að veita sem allra næst frumstigi. Þar þarf áfram að vinna að, eins og ég sagði áðan, aðstoð við aldraða í ljósi mikillar fjölgunar þess hóps og hlutfallslegrar aukningar ýmissa geðrænna kvilla.

Ég treysti því ráðherra til þess, þrátt fyrir að ráðherra hefur tekið þessa að ég segi óheillavænlegu ákvörðun, að hrinda a.m.k. sem allra flestum af þeim merku tillögum, sem þessi nefnd hefur gert, í framkvæmd því að auðvitað skiptir mestu máli að það sé gert.