09.04.1986
Efri deild: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3558 í B-deild Alþingistíðinda. (3229)

400. mál, verslun ríkisins með áfengi

Fjmrh. (Þorsteinn Pálsson):

Frú forseti. Vegna fsp. hv. 2. þm. Austurl. vil ég taka fram að engar athugasemdir voru gerðar um það í ríkisstj. að frv. þetta yrði flutt. Það er ríkisstjórnarfrv. og eðli máls samkvæmt í fullu samkomulagi og góðri einingu í ríkisstjórn Íslands eins og venja er til um afgreiðslu mála þaðan.