16.04.1986
Efri deild: 78. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3970 í B-deild Alþingistíðinda. (3619)

248. mál, póstlög

Árni Johnsen:

Virðulegi forseti. Það er rétt að taka fram að um þessa hugmynd, sem hér er rædd, var fjallað í samgn. en náðist ekki samstaða um hana. Ég vil skjóta því hér að að það liggur engin grundvallarhugmynd fyrir um útfærslu á þessari leið. Það er sýnt að þarna er í rauninni um fjölgun banka að ræða þó að það yrði kannske ekki í stórum mæli. En það liggur engin hugmynd fyrir um það hjá þeim aðilum sem hafa fjallað um þetta frv. hvernig ætti að úttæra þetta mál og þess vegna tel ég mér ekki fært að styðja það.