17.04.1986
Neðri deild: 84. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4017 í B-deild Alþingistíðinda. (3707)

Um þingsköp

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ábending mín til virðulegs forseta og þingdeildarinnar út af þessu máli var eingöngu byggð á því að ég gerði ráð fyrir að þetta gengi umræðulaust fram, þetta mál sem full samstaða er um í menntmn. Nd. sem hefur skilað nál. og mikið rætt mál í þinginu nú þegar, og á því einu byggðist afstaða mín. Ég treysti því að á þessu verði haldið þannig að málið þurfi ekki að gjalda þessa, afgreiðsla málsins í þinginu, en málið á eftir að ganga til Ed. Þó að það hafi verið starfað saman af menntmn. beggja deilda veit ég út af fyrir sig ekki hvaða hugur er til þessa máls þar hjá einstökum þm. og vil engum getum að því leiða. En hér er mál að ræða sem ég tel mjög mikilsvert að nái fram fyrir þinglok og þess vegna vakti ég athygli á þessu. Ég treysti hæstv. forseta að halda á þessu máli þannig að það komist sem fyrst út úr þessari þingdeild, auðvitað þannig að þeir sem vilja ræða það hafi til þess tíma, en komist í hendur Ed. þannig að ekki sé nein hætta á því að málið strandi þar vegna tímaskorts.