22.04.1986
Neðri deild: 93. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4352 í B-deild Alþingistíðinda. (4101)

442. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Frsm. meiri hl. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég held að Stefán Valgeirsson, hv. 3. þm. Norðurl. e., hafi misskilið það sem ég sagði áðan. Það var ekki hugmyndin að milliþinganefndin fjallaði um það eftir hvaða reglum þeim 500 millj. yrði varið til að draga úr greiðsluerfiðleikum sem gert er ráð fyrir í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ég gerði grein fyrir heldur eru hér settar þær almennu reglur að þessu fé skuli úthlutað með sama lánstíma og almennt er á lánum hjá Byggingarsjóði ríkisins. Ég held því að það sé vel fyrir þessum þætti séð ef lánin á annað borð eru nógu há. Ég þekki ekki þær reglur sem Húsnæðisstofnun hefur sett þar um, en það verður ekki beðið milliþinganefndarinnar varðandi þetta atriði.