22.04.1986
Neðri deild: 95. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4360 í B-deild Alþingistíðinda. (4126)

400. mál, verslun ríkisins með áfengi

Forseti (Ingvar Gíslason):

Út af þeirri fsp. sem gerð er til forseta er það hugsun forseta að ljúka umræðu um þetta mál. Þetta er eina málið sem verður til umræðu á þessum fundi. Ekki vill forseti kveða upp úr um það hvort hér er um meira ágreiningsmál að ræða en ýmis önnur. En ætlunin er, eins og hér hefur reyndar verið kynnt, að þetta mál verði nú rætt við 3. umr.