23.04.1986
Efri deild: 88. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4513 í B-deild Alþingistíðinda. (4277)

423. mál, áfengislög

Sturla Böðvarsson:

Virðulegi forseti. Það er örstutt út af því frv. sem hér er til meðferðar og brtt. Frv. er upphaflega flutt vegna þeirrar sjálfheldu sem vínveitingaleyfismál hafa verið í að undanförnu. En meiri hl. allshn., sem flutti brtt., vildi gera þær tillögur til breytinga sem kynntar hafa verið.

Hv. 4. þm. Austurl., Jón Kristjánsson, hefur flutt brtt. við frv. og ég vil að það komi fram við umræðuna að ég styð þá brtt. og tel að hún horfi til bóta þó að sá háttur sem þar er hafður á hefði ekki þurft að vera forsenda fyrir því að þetta mál næði fram að ganga. Ég endurtek að ég styð brtt. frá hv. þm. Jóni Kristjánssyni.