23.04.1986
Neðri deild: 96. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4526 í B-deild Alþingistíðinda. (4310)

337. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta mál var flutt í fyrstunni af landbn. Nd. sem var sammála um að flytja það eftir beiðni hagsmunafélags hrossabænda.

Breytingin var í því fólgin að útflutningshross skulu ekki vera eldri en tíu vetra, segir í þeim lögum sem gilda, en þetta var fellt niður. Breytingin sem þeir gerðu í Ed. var að sett var inn það ákvæði aftur að miðað skyldi við tíu vetra aldur, en þó væri leyfilegt að flytja eldri hross út og landbrh. gæti heimilað það ef yfirdýralæknir mælti með því. Þetta er rýmkað frá þessum lögum. Það er þó hægt með því móti að yfirdýralæknir leggi það til og getur ráðherra gert það hér á eftir sem ekki var áður hægt. Það var fjallað um þetta í nefndinni í gær og hún mælir með því að það verði samþykkt eins og það kom frá Ed.