22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í B-deild Alþingistíðinda. (196)

27. mál, lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þetta mál. sem hér um ræðir, er tlllaga um breyting á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Þau lög fóru til meðferðar í félmn. á þeim tíma þegar þau voru samþykkt á sínum tíma og brtt. við þau lög, sem síðan hafa verið fluttar, hafa jafnan farið til félmn. Ég er þess vegna þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að málið fari til félmn.

Það er hins vegar umdeilanlegt hvort heiti málsins í dagskrá er rétt, hvort það er ekki misvísandi, og hefur e.t.v. valdið þeim misskilningi sem fram hefur komið um meðferð málsins. En ég mundi, herra forseti, styðja að málið færi til félmn.