13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2308 í B-deild Alþingistíðinda. (2219)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tel að miðað við allar aðstæður, málatilbúnað þessa máls og umræður í dag sé heppilegast úr því sem komið er að málinu verði frestað þar sem ríkisstjórnin er ekki tilbúin til að draga frv. til baka og að atkvæðagreiðslu verði frestað, málið verði ekki sent í nefnd, en fyrir liggur fyrirheit frá hæstv. forsrh. um að hann muni beita sér fyrir því fyrir sitt leyti að ríkissáttasemjari kalli deiluaðila saman þegar í stað til að ræða málið þannig að lausn fáist á því eftir venjulegum samningaleiðum.