27.01.1987
Sameinað þing: 42. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2558 í B-deild Alþingistíðinda. (2379)

272. mál, samningur um stofnun norræns þróunarsjóðs fyrir Fæeyjar, Grænland og Ísland

Fjármálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Í fjarveru hæstv. utanrrh. mæli ég fyrir till. til þál. um staðfestingu samnings um stofnun norræns þróunarsjóðs fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland. Tillagan er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning ríkisstjórnar Danmerkur ásamt landsstjórnum Færeyja og Grænlands og ríkisstjórna Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um stofnun norræns þróunarsjóðs fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland (hin vestlægu Norðurlönd) sem undirritaður var á Höfn 19. ágúst 1986.“

Með þáltill. þessari fer ríkisstjórnin þess á leit að Alþingi heimili staðfestingu samnings um stofnun norræns þróunarsjóðs fyrir hin vestlægu Norðurlönd sem undirritaður var á Höfn í Hornafirði 19. ágúst 1986. Samningurinn er birtur sem fskj. með till. sem liggur frammi. Hann er árangur af starfi norrænnar embættismannanefndar um samstarf Færeyja, Grænlands og Íslands.

Að öðru leyti vísa ég til framsöguræðu hæstv. forsrh. um lagafrv. um þetta efni og legg til að till. verði að lokinni umræðu vísað til hv. utanrmn.