03.02.1987
Sameinað þing: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2678 í B-deild Alþingistíðinda. (2499)

260. mál, snjómokstursreglur

Fyrirspyrjandi (Helgi Seljan):

Herra forseti. Út af þessum síðustu orðum hæstv. ráðh. vil ég taka fram að ég hélt að það hefði verið olíulækkunin sem hefði verið þess valdandi að menn gátu lagt meira af bundnu slitlagi en ekki útboðsgróðinn, sem hæstv. ráðh. talar svo gjarnan um, því að ekki höfum við eystra orðið varir við að við hefðum rýmra fé til framkvæmda vegna einhvers útboðsgróða. En ég skal koma því á framfæri núna við endurskoðun vegáætlunar að fá upplýsingar hjá Vegagerðinni um hvað mikið sé til ráðstöfunar á þessu ári af útboðsgróða síðasta árs.