11.02.1987
Neðri deild: 42. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2968 í B-deild Alþingistíðinda. (2717)

321. mál, vaxtalög

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég spurði að því áðan hverjir væru hæstu lögleyfðu vextir í dag ef þetta frv. væri orðið að lögum, hvar okrið byrjar samkvæmt þessu frv. Svarið við þeirri spurningu er um leið svar við því hvaða gagn er að því að afgreiða málið. Ekkert svar liggur fyrir í þeim efnum. Það er athyglisvert í lok þessarar umræðu, herra forseti.