19.02.1987
Neðri deild: 46. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3265 í B-deild Alþingistíðinda. (2966)

213. mál, fólksflutningar með langferðabifreiðum

Frsm. meiri hl. samgn. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Eins og kom fram var fenginn Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytisstjóri fyrir nefndina. Þetta var borið undir hann. Það kom ósk fram frá Búnaðarfélaginu um að það héldi sínum fulltrúa inni vegna þess að sá fulltrúi þekkir mjög til á landinu öllu. Okkur fannst eðlilegt að hann væri þarna áfram inni. Hann hefur verið það frá 1947. Ég spurði ráðuneytisstjórann, sem ég tel vera fulltrúa hæstv. samgrh., og hann sagði að þetta væri ekkert mál og það geta nefndarmenn, sem þarna voru, borið.

Hitt atriðið var rætt dálítið og þótti ekki forsvaranlegt að bílar til fólksflutninga væru notaðir öðruvísi en þeir hefðu réttindi til þess að flytja fólk. Það má deila um hvort það hafi átt að vera eins og frv. var, en það þóttu öryggisráðstafanir að setja þetta inn í greinina.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.