03.03.1987
Sameinað þing: 57. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3618 í B-deild Alþingistíðinda. (3223)

372. mál, geðheilbrigðismál

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil, ef ég má með leyfi forseta, beina þeirri spurningu til hæstv. ráðh. hvort ekki megi vænta að tillögur nefndarinnar, sem unnið hefur að umbótum í geðheilbrigðismálum, verði gefnar út eða álit hennar. Það vill svo til að ég hef séð hluta af þeirri skýrslu sem sú nefnd hefur skilað. Það er alveg rétt, sem hæstv. ráðh. sagði, að margar af tillögum þeirra hafa þegar komið til framkvæmda, en ég held að það væri afar fróðlegt fyrir hið háa Alþingi að fá tillögurnar allar í heild eins og venja er til þegar slík nefnd lýkur störfum. Ég vildi spyrja hvort þess væri að vænta.