04.03.1987
Efri deild: 48. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3721 í B-deild Alþingistíðinda. (3327)

391. mál, fæðingarorlof

Magnús H. Magnússon:

Hæstv. forseti. Ég fagna því að þessi frv. skuli fram komin. Vissulega hefðu þau þurft að koma fyrr fram og taka gildi fyrr en ráð er fyrir gert. Ég tek undir með hv. 11. þm. Reykv. og hv. þm. sem hér talaði síðastur um það að nauðsynlegt sé að jafna aðstöðu kvenna. Þær eiga auðvitað allar að sitja við sama borð, hvort sem þær eru heimavinnandi eða útivinnandi.

Ég vona, hæstv. forseti, að Alþingi takist að afgreiða þessi frv. fyrir þingslit.