29.10.1986
Neðri deild: 7. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 408 í B-deild Alþingistíðinda. (372)

103. mál, tékkar

Samgönguráðherra (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Frv. til l. um breytingu á lögum nr. 94 frá 19. júní 1933, um tékka, er ég mæli fyrir, er lagt fram hér á Alþingi í samræmi við það fyrirheit sem gefið var við setningu laganna um sparisjóði.

Í XII. kafla laganna um sparisjóði er að finna ákvæði er heimilar Sambandi íslenskra sparisjóða að gangast fyrir stofnun lánastofnunar sparisjóða og var hún stofnuð þann 19. september s.l. Hlutverk þessarar lánastofnunar er að annast sameiginlega í þágu sparisjóðanna hagsmuni og er lánastofnuninni því heimilt að annast þau verkefni sem sparisjóðum eru falin utan innláns- og útlánsviðskipta við almenning. Til þess að lánastofnun geti gegnt því hlutverki, er henni er ætlað að hafa skv. lögunum um sparisjóði, er brýnt að stofnunin fái heimild til að gefa út tékka eins og er lagt til með þessu frv.

Ég tel ekki þörf á því að fylgja frv. þessu úr hlaði með fleiri orðum, en vil að lokum ítreka að grundvöllur þessarar lagabreytingar var í raun lagður með setningu laganna um sparisjóði.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.