13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4179 í B-deild Alþingistíðinda. (3801)

181. mál, Kennaraháskóli Íslands

Frsm. menntmn. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Frv. um veitingu prestakalla var lagt fram í Ed. snemma á þessu þingi og hlaut þar vandlega yfirferð og voru gerðar á því nokkrar breytingar, sbr. þskj. 718. Nefndin ræddi frv. á tveim fundum og fékk til viðtals séra Bernharð Guðmundsson, fréttafulltrúa þjóðkirkjunnar, og Þorleif Pálsson deildarstjóra sem m.a. gerði grein fyrir því hvernig veitingu prestakalla væri háttað í nálægum löndum, einkum Norðurlöndum. Nefndarmenn urðu sammála um að mæla með samþykkt frv.