13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4185 í B-deild Alþingistíðinda. (3820)

422. mál, almannatryggingar

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil skýra frá því að ætlunin var að í reglugerðinni um þetta efni yrði kveðið svo á að ráðherra skipaði þessa nefnd og hugsunin var að í henni ættu sæti læknir, sem skipaður væri án tilnefningar og hann væri formaður, síðan væri einn fulltrúi tilefndur af Öryrkjabandalagi Íslands og deildarstjóri lífeyrisdeildar Tryggingastofnunarinnar. Þeir væru skipaðir til fjögurra ára í senn og varamenn skipaðir með sama hætti.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.