03.11.1986
Neðri deild: 8. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (420)

71. mál, dagvistarheimili fyrir börn

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 3. nóv. 1986:

„Jón Helgason, 5. þm. Suðurl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindagerðum fer ég þess á leit með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að varamaður taki sæti mitt á Alþingi meðan ég er fjarverandi. Hvorki 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Böðvar Bragason lögreglustjóri, né 2. varamaður flokksins í kjördæminu, Guðmundur Búason kaupfélagsstjóri, geta mætt til þings, sbr. bréf frá þeim. Legg ég því til að 3. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Guðni Ágústsson eftirlitsmaður, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Ed."

Ég vil fara þess á leit við hv. kjörbréfanefnd að hún taki kjörbréf Guðna Ágústssonar til athugunar og yfirlýsingar þær sem hér fylgja með. Fundinum er frestað í 5 mínútur. - (Fundarhlé.]