03.12.1987
Sameinað þing: 25. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1425 í B-deild Alþingistíðinda. (1009)

79. mál, heimsóknir herskipa og kjarnavopn

Utanríkisráðherra (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Sú athugun sem ég lét gera leiðir ekki í ljós að skrifleg fyrirmæli eða óskir hafi farið frá íslenskum stjórnvöldum um þetta efni. Hins vegar hef ég kannað innan Atlantshafsbandalagsins og fengið upplýst að þeim er mjög vel kunnugt um þessa ákvörðun íslenskra stjórnvalda, þeim er vel kunnugt um þá yfirlýsingu sem gefin var hér á Alþingi sem hv. fyrirspyrjandi vísaði til og reyndar vel kunnugt um þær yfirlýsingar sem síðar hafa verið gefnar hérna.