10.12.1987
Neðri deild: 22. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1904 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

Frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég vil geta þess vegna orða hv. 18. þm. Reykv. að lýsing hennar á fundinum er alveg rétt. Hún mótmælti þeirri málsmeðferð sem samkomulag var um og var fullt mark á því tekið, en hún sætti sig, eins og hún sagði s álf við þá niðurstöðu sem varð af fundinum. Ég held því að hér séu komnar fram nokkuð greinargóðar lýsingar á þeim fundahöldum sem hafa verið um þetta mál í dag þannig að við gætum farið að stytta þessa þingskapaumræðu þó að ég sé að sjálfsögðu ekki að slíta henni. Ég álít samt rétt, þegar henni lýkur, að gefa tíu mínútna fundarhlé og við ræðum örlítið saman til að ákveða framgang mála á eftir þannig að það liggi alveg ljóst fyrir