28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3202 í B-deild Alþingistíðinda. (2254)

1. mál, fjárlög 1988

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Við 2. umr. fjárlaga var felld till. um hækkun á framlagi til Rannsóknasjóðs í 100 millj. kr. Þessi sjóður var stofnaður að ég hygg 1985 samkvæmt ákvörðun þáv. ríkisstjórnar. Fjárveiting til hans hefur ekki haldið verðgildi sínu. Rannsóknaráð með þm. stjórnarliða og stjórnarandstöðu ályktaði um aukið framlag til sjóðsins undir forsæti Sverris Hermannssonar þáv. hæstv. menntmrh. Sjóðurinn hefur ekki haldið verðgildi sínu. Menn eru að leggja til lækkun í raun á fjárveitingum til sjóðsins, þeir sem að mótun tillagna standa. Það er hin mesta óhæfa. Á öðru er þörf. Ég segi já.