07.01.1988
Efri deild: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3806 í B-deild Alþingistíðinda. (2702)

Tilhögun þingfunda

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli hæstv. forseta á því að það er ekki sama hvað samþykkt er. Ég tek undir að illt er að láta verðmæti ganga til spillis, en það getur ekki orðið á kostnað hvaða lagasamþykktar sem er hér á þingi. Við megum heldur ekki láta verðmæti ganga til spillis í okkar vinnu, í því sem við erum að gera og við höfum mismunandi mat á verðmætunum.