14.01.1988
Sameinað þing: 41. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4062 í B-deild Alþingistíðinda. (2844)

217. mál, innflutningur á fatnaði með fölsuðum upprunaskírteinum

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Það þarf litlu við það að bæta sem fram kom hjá fjmrh. Það er ljóst að innflutningur á fatnaði er undir smásjá hjá tollyfirvöldum vegna hættunnar á fölsun upprunaskírteina. Þannig virðist þetta fljótlega munu komast í gott horf. Það þarf varla að taka fram en ég vil þó gera það alveg skýrt að fölsun upprunaskírteina er refsiverð samkvæmt íslenskum lögum.