16.02.1988
Efri deild: 57. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4608 í B-deild Alþingistíðinda. (3198)

276. mál, lögreglusamþykktir

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Virðulegi forseti. Ég vildi aðeins svara örfáum orðum athugasemd hv. 11. þm. Reykv. varðandi 6. gr. frv.

Að því er mér skilst mun ákvæði þetta vera efnislega í samræmi við það sem nú er í gildi. Ég get líka bent á að í raun og veru er þetta efnislega skylt því og segir í inngangi 7. gr. Ef einhver lætur það ógert sem skylda hans er samkvæmt lögreglusamþykkt eða reglum sem settar eru samkvæmt henni má eiginlega sækja hann til þess að efna það til að koma í veg fyrir að vanrækslan valdi tjóni.

Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta, en tek undir það með hv. 11. þm. Reykv. að ástæða er til þess að hv. allshn. kanni þetta ákvæði sérstaklega og kveðji til höfunda þessa frv. og líti á allar hliðar málsins þannig að það verði í sem bestu samræmi við réttarfar og réttar lagareglur: