02.03.1988
Neðri deild: 63. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5354 í B-deild Alþingistíðinda. (3562)

293. mál, áfengislög

Forseti (Jón Kristjánsson):

Varðandi síðustu orð hv. 3. þm. Reykv. er það rétt að meiri hl. allshn. flytur þetta mál og reikna ég ekki með því að nefndin þurfi ýkja langan tíma í að afgreiða málið. Hins vegar hefur það verið svo að þetta mál hefur tekið mikinn tíma í umræðum í þingsölum þegar það er komið hér til umræðu og sannleikurinn er sá að af tíma höfum við ekki óskaplega mikið. Það er sýnt að þetta mál verður ekki til umræðu í næstu viku vegna þess að þá eru mjög margir þm. fjarri sem hafa beitt sér í þessu máli og talað. Þess vegna einnig er allra hluta vegna best að ljúka 1. umr. um þetta mái. Því er þessi ákvörðun tekin. Hins vegar tel ég víst að þeir þm. sem hafa kvatt sér hljóðs séu með lengra mál en hálftíma, þ.e. hálftíma til þrjú korter. Það væri mögulegt að ljúka umræðunni á þeim tíma, en ég tel það hæpið og vil ekki halda áfram nema það sé víst að henni ljúki.