23.03.1988
Neðri deild: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6081 í B-deild Alþingistíðinda. (4137)

359. mál, fjáröflun til Skáksambands Íslands

Flm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja frv. til laga um breytingu á vegalögum á þskj. 702. Efni þess frv. er að heimilt verði á sýsluvegaáætlun að veita fé til vega að loðdýrahúsum og fiskiræktarstöðvum ef sýslunefnd svo kýs.

Það er í e-lið 19. gr. vegalaganna heimild fyrir sýslunefndir að veita fé til vegagerðar um afrétti til að koma búpeningi með hægu móti í afrétt eða dreifa um afrétt. Hér er ekki um skyldu að ræða. Hér er einungis lagt til að opnuð verði heimild til þess að sýsluvegasjóðir eða sýslunefndir geti varið fé til vega að loðdýrahúsum og fiskiræktarstöðvum ef þær hafa til þess fjármuni og vilja.

Þetta frv. er flutt að beiðni sýslunefndarmanna fyrir norðan. Hér er ekki um neina.skyldu að ræða og ég hygg að sýslunefndir eigi að fá að hafa þessa heimild ef þær kjósa og hafa peninga til að veita til þess arna.

Nú fara sýslunefndir bráðum að heyra fortíðinni til, en sums staðar eru til fjármunir í sýsluvegasjóðum sem þær gjarnan vilja ráðstafa. Það kom einnig til greina að festa þetta við 2. gr. vegalaganna og gera að skyldu að taka þetta í sýsluvegatölu. Það var horfið frá því ráði vegna þess að þá hefði skapast viðhaldsskylda líka á þessa vegi.

Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði þessu litla frv, vísað til hv. samgn. deildarinnar.