04.05.1988
Efri deild: 87. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7301 í B-deild Alþingistíðinda. (5328)

228. mál, framleiðsla og sala á búvörum

Guðmundur Ágústsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa mjög langt mál um frv. sem hér er til umræðu, en langar að bera upp tvær spurningar, annars vegar til forsrh. og hins vegar til þingmanna Alþfl., og vil biðja forseta að sjá til þess ef forsrh. er í húsinu að hann hlusti á þá spurningu sem ég ætla að bera upp við hann.

Það er best að ég leggi fram þessar tvær spurningar. Þær eru nokkurn veginn sama efnis. Og þá fyrst til forsrh., hvort hann leggi fram till. um að vísa þessu máli til ríkisstjórnarinnar í nafni allrar ríkisstjórnarinnar eða í eigin nafni. Þegar ég tala um allrar ríkisstjórnarinnar á ég við Framsfl., Sjálfstfl. og Alþfl.

Þá er spurningin sem ég ætlaði að bera upp við þingmenn Alþfl., hvort þeir styðji þessa till. og hvort þeir fallist á þessa till. Annað var það nú ekki.

En ég vænti þess að forsrh. a.m.k. gefi mér svar við þessari spurningu, hvort hann leggi þetta fram í nafni allrar ríkisstjórnarinnar og þar á meðal Alþfl. eða hvort hann leggi þetta fram í eigin nafni. (Forseti: Ég tek það fram að forsrh. er ekki í húsinu.) (EgJ: En viðskrh.? Ég er lengi búinn að bíða eftir viðskrh.)