10.05.1988
Neðri deild: 103. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7936 í B-deild Alþingistíðinda. (6083)

466. mál, ferðamál

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Ég greiddi atkvæði áðan með þeirri hugmynd að starfsmannafélag fengi heimild með þessum lögum til að eiga öll hlutabréfin í þessu tilviki. Og ég vil taka það alveg sérstaklega fram að gefnu tilefni að það hvarflaði ekki að mér þegar ég greiddi atkvæði á þann veg að nokkrum þm. dytti það í hug að hann væri að brjóta lög með því að samþykkja lög. Ég vona að menn nái þessu. Að öðru leyti sýnist mér að þessi löggjöf sé ekki til bóta og því segi ég nei.