131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[18:02]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðséð að hv. 9. þm. Reykv. n., Helgi Hjörvar, vill draga síðustu kosningar inn í þetta mál. Hann gengur það langt að draga inn í það einstakar tölur úr skoðanakönnunum. Ég vil upplýsa hv. þm. um að ég hafði átt viðræður við Öryrkjabandalagið um málið svo mánuðum skipti. Niðurstaðan var endapunkturinn á löngu viðræðuferli og hafði ekkert með kosningar að gera.

Ég hafði góðan vilja í þessum viðræðum og það hafði formaður Öryrkjabandalagsins líka. Það hafði ekkert með skoðanakannanir eða kosningar að gera.

Það sem ég vil taka fram, varðandi heildarniðurstöðuna í þessu máli, er að síðan 1998 hafa greiðslur til öryrkja í landinu þrefaldast.