131. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2004.

Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

4. mál
[15:06]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Margir þeirra sem reka fjarskiptafyrirtæki í samkeppni við Símann telja forsenduna fyrir því að samkeppnin verði virk sé að þarna verði skilið á milli. Ég hef aldrei fengið nokkur rök fyrir því að gera það ekki. Mér finnst að stjórnarflokkarnir verði að svara því hvers vegna það megi ekki, þegar þeir sem eru í samkeppni við Landssímann vilja fara þá leið.

Ef maður fer yfir rökin varðandi það þá væri það auðvitað hið eina rétta, að skilja á milli samkeppnissviðs og einokunarrekstrar. Annars er hætta á að menn flytji kostnað á milli einokunar og samkeppnissviða. Menn vilja koma í veg fyrir það með því að skilja á milli samkeppnissviðs og einokunarsviðs Símans.