131. löggjafarþing — 5. fundur,  7. okt. 2004.

Málefni aldraðra.

85. mál
[15:23]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ábendinguna og tel sjálfsagt að nefndin skoði málið frá ýmsum sjónarhornum. Á sínum tíma var pólitískt samkomulag um að leggja á nefskatt í Framkvæmdasjóð aldraðra og vegna þess að þetta er skattur þarf að breyta honum með lögum. Ég er opinn fyrir öllu sem getur einfaldað kerfið og ég þakka fyrir þessa ábendingu.

Aðalatriðið er að sjóðurinn hafi sínar tekjur því að hann hefur ærin verkefni.