131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Dagskrá fundarins.

[17:39]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Herra forseti. Ég vil koma hér upp til þess að tjá þá skoðun mína að það er alveg sjálfsagt að taka þau mál fyrir sem forseti vill taka fyrir. En ég vil jafnframt mælast til þess að málið sem við ræddum hér lengi dags verði ekki rætt langt fram á kvöld. Ég hef hugsað mér að taka aftur til máls í því þó að ég sé ekki kominn á mælendaskrá og hefði gjarnan vilja heyra frá hæstv. forseta hvernig hann hugsar sér framhaldið. Hugsar hann sér að vera hér fram yfir sjö eða eitthvað lengur?

(Forseti (HBl): Ég vil af þessu gefna tilefni taka fram að fundarstjórn forseta hefur verið algjörlega eðlileg. Það liggur ekki fyrir á þessari stundu hvernig framhaldið verður.)