131. löggjafarþing — 30. fundur,  15. nóv. 2004.

Rannsókn á þróun valds og lýðræðis.

21. mál
[17:51]

Jónína Bjartmarz (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég á ekki annað svar við þessu seinna andsvari hv. þm. Marðar Árnasonar en að við erum öll hluti af þessum sama kúltúr. Það er kannski akkúrat það sem þetta þingmál gengur út á (MÁ: Mismikið ...) að við skoðum (MÁ: ... meira en aðrir.) þróun á valdi og lýðræði í íslensku samfélagi. Þó svo að hv. þingmaður haldi því fram að hann eigi minni þátt í íslenskum kúltúr, íslenskum stjórnmálakúltúr en aðrir þá minni ég hv. þingmann líka á að hans ágæti flokkur, Samfylkingin, er samsettur í dag af þremur eldri flokkum.