131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Viðræður utanríksráðherra Íslands og Bandaríkjanna.

[15:22]

utanríkisráðherra (Davíð Oddsson) (S):

Herra forseti. Ég er ekki sammála því að umræðan fari fram í andarteppustíl. Það er ekki að vænta neinna sérstakra upplýsinga umfram það sem hér hefur farið fram fyrr en eftir viðræðurnar sem verða í janúarmánuði um framhald, stöðu og fyrirkomulag varnarsamskipta Íslands og Bandaríkjanna. Ég sé því ekki að utandagskrárumræða breyti neinu, við erum nýbúin að ræða málið áður undir liðnum athugasemdir um störf þingsins, það er nýbúin að fara fram löng umræða um skýrslu um utanríkismál og síðan upplýsingarnar um fundinn. Ég sé því ekki að það verði nokkur breyting á umræðum utan dagskrár um efnið til viðbótar þessu. (Gripið fram í.)