131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[14:30]

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Ég þarf ekkert að lesa þetta, ég get …

Í forsendum fjárlaga fyrir árið 2003 stendur skýrum stöfum að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda samneyslu innan 2% að raungildi. Í markmiðum ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2004 og 2005 kemur líka skýrt fram að markmiðið er óbreytt, að halda henni innan við 2% að raungildi.

Ég skal, eins og ég hef sagt áður, virðulegi forseti, koma með þessar forsendur fjárlaganna í fyrra og forsendur fjárlaganna í ár vegna þess að það er nákvæmlega sami textinn — ég er með hvorugt við höndina, forsendur fjárlaganna fyrir árið 2004 eða forsendur fjárlaganna fyrir 2005 — og lesa upp úr þeim. Ég þarf ekkert að fá neina bók til að lesa upp úr … Ég skal lesa upp úr þeim áður en þessum þingfundi lýkur. Ég hef lofað því áður og ég endurtek það hér. (Gripið fram í.)