131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[16:57]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég endurtek það sem ég sagði og hv. 9. þm. Reykv. n. getur þá hlustað á það — ég geri enga kröfu til þess að hann játi því — að viðræður mínar við Öryrkjabandalagið höfðu staðið í marga mánuði um samkomulagið sem gert var. Það er svo hægt að halda áfram að tala um að þetta hafi verið kosningatrikk, það var það ekki og ég neita því harðlega.

Ég sagði í fyrra að það vantaði 500 millj. til að uppfylla óskir Öryrkjabandalagsins. Og ég vona svo sannarlega að hægt verði að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja áfram (Forseti hringir.) þegar menn ljúka þeim leiðindadeilum sem hafa verið um þetta merka mál.